Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 158
i58
»hefnisverðið«, sem hann ætlar að hefna með »harma
sinna íviðgjarnra*, o: ósigursins, sem hann beið i
veðjaninni. Þangað kemur Niðaðr = Mímir, fóstri
Oðins og vinur guðanna, og nær sverðinu. Þegar
Völundi bregzt vonin um að geta látið sverðið verða
guðunum að fjörtjóni, þá ætlar hann að hafa annað
ráð. Hann lætur Loka ná Iðunni og heldur henni
hjá sér. En Iðunn geymdi ódáins-eplanna, sem allt
af yngdu guðin upp; nú þegar guðirnir höfðu ekki
lengur eplin, þá gerðust þeir brátt hárir og gamlir
(Bragaræður), þaðer: allt heimslífið ætlaði að verða.
á förum. Þá neyddu þeir Loka til að ná Iðunni
aptur, og hann brá henni í hnotar líki og flaug með
hana til Ásgarðs; en Þjazi fór í arnarham og flaug
eptir Iðunni, en Æsir kveiktu í honum og drápu
hann fyrir innan Ásgrindur. Þessi urðu æfílok Þjaza-
Völundar. Niðaðr (Mímir) lætur drotningu sína(Sin-
möru) geyma sverðið í undirheimum; Svipdagr (=
Oðr) nær sverðinu, og svo Freyju úr jötna höndum
og lætur hana fara aptur til Ásgarðs; síðan kemur
hann sjálfur þangað og gefur Frey sverðið; en þeg-
ar Freyr verður ástfanginn í Gerði, þá fær hann
hana ekki nema hann láti sverðið, og þá kemst það
í hendur Aurboðu-Angurboðu, en frá henni fær Surt-
ur það, og verður það bani Freys í Ragnarökkri.
(í Skírnismálum stendur, að Skírnir heimtaði sverð-
ið, ef hann ætti að fara til Gerðar; hann heimtar af
Frey »þat sverð er sjálft vegist við jötna ætt«; en
íLokasennu sést hvernig 1 ölluliggur: »Gullikeypta
léztu Gýmis dóttur, ok seldir þitt svá sverð; en er
Múspells synir ríða Myrkvið yfir, veiztu þá, vesæll,
live þú vegr?« segirLoki viðFrey.1) Eptir víg Þjaza
1) Rydberg heíir sýnt samanhengi Völundarsverösins við