Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 159
159
sættast guðirnir við ívalda-syni, Njörðr fær Skaða^
Forseti systur Svipdags, og Ullur, sonur Egils-Ör-
vandils, er tekinn í Valhöll. Guðirnir tóku augu
Þjaza-Völundar og köstuðu upp á himin og gerðu af
stjörnur tvær til æfinlegrar minningar.
Þannig er goðsögnin um Völundar-sverðið, en
hún læsti sig i gegnum þjóðirnar og aldirnar; þetta
sverð er aðalefnið í Völsungasögunum: þar smíðar
Völundur-Reginn sverðið handa Sigurði Fofnisbana,
en Reginn er einmitt=Þjazi, þvi hann er opt nefnd-
ur Rögnir, sem er = Reginn; Einar skálaglam kall-
aði skálarnar, sem Hákon jarl gaf honum, »verk
Rögnis® o: Völundarsmiði. Þannig heflr Rydberg
skilið þetta, sjálfsagt rétt. Sverðið, sem Reginn smíð-
þessa visu í Völuspá: «Sat þar á haugi, ok sló hörpu, gýgj-
ar hirðir, glaðr Eggþer, gól um hánum í galgviði fagrrauðr
hani, sá er Fjalarr heitir*. »Þar« merkir austur í járnviði,.
þar sem hin aldna gýgr (Angrboða, Aurboða, kona Gýmis,
sem fekk sverðið fyrir Gerði) sat, eptir því sem segir á und-
an. Eggþer heitir sá, sem geymir sverðsins (egg = sverð,.
þer=þirr, þræli); hann situr á haugi og slær hörpu sér til
skemtunar — kann ske storma og óveðra hörpu; >att den
gudaíiendtlige jatten, som ár vidunderhjordernas uppsynings-
man, icke spelar en idyll pá sin harpas strangar er gifvet«..
Fjalarr er = Útgarðaloki, sem hér er í hana-líki; jötnar gátu
verið í ýmsum myndum; fagrrauðr hani merkir eldguðinn
Útgarðaloka, en að þetta sé rétt, sannast af Hárbarðsljóðum,.
þar sem svo segir: ‘hvárki þú þá þorðir fyr hræzlu þinni
físa né hnjósa, svá at Fjalarr heyrði’; þessi alekta norsku
eöa íslenzku vísuorð innihalda einmitt þessa ljósu sönnun
fyrir goðsögninni. ‘Galgviðr’ er og ritað ‘gaglviðr’, sem er
óskiljanlegt, en um hitt segir Rydberg, að það geti falið i
sér eldgamalt orð, sem eigi skylt við eir, þannig að
þar hafl fyr verið eirskógur, en síðan járnskógur. Svipaðar
hugmyndir finnast í æflntýrum (um gullskóg, silfurskóg og
eirskóg) — getur svarað til hugmyndanna um gullöld, silfur-
öld, eiröld og iárnöld, en hér stendur raunar öðruvísi á.