Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 161
161
fyrir löngu fundið og viðurkennt, þótt Rydberg hafi
sýnt það betur en aðrir. Þessar samlíkingar gerði
og Finnur Magnússon, en það hlaut að vera ófull-
komnara samkvæmt tímanu-m.
Jafnvel þó að Rydberg segi, að báðar þessar
skoðanir eða goðsagnakerfi, Evrópu-Aría og Asiu-Aria,
sé tvær greinar af sama stofni, þá gera samlíkingar
hans hvervetna þau áhrif, eins og hið austræna sé
fyrirmynd eða uppspretta hins norræna, enda segir
hann á einum stað (1, 726) að Tistrya sé »Thjasses
urtyp«.
Rydberg fer ekki mikið eptir nafna-likingum,
heldur eptir eðli og innihaldi goðsagnanna. Hann
sýnir með ljósum dæmum skyldleika austurlenzkra
og norrænna hugmynda. Af þessu má telja fátt eitt.
Agni, eldguð austurlanda, er = Heimdallur: báðir
hafa gyltar tennur (Heimdallur heitir ‘gullintanni’);
í Zend-Avesta (Zóróasterstrú) heitir hann Sraosha
o: sá sem heyrir vel, en Heimdallur heyrði, er gras
vex á jörðu og ull á sauðum; Heimdallur á margar
mæður, Agni einnig; Heimdallur heitir ‘hviti áss’,
Agni nefnist »hinn hvíti, hreini, geislandi«; Heim-
dallur barðist í sjónum við Loka um Brísingamen, i
Avesta er sagt frá að Atar, sem merkir eld og eld-
guð, hafi barizt í sjónum við forynjuna Aji umfagr-
andýrgrip; Heimdallur blæs í Gjallarhorn, Agnivek-
ur hljóð, sem heyrist um allan heim, og Sraosha
vekur guðinn Keresaspa, sem um árþúsundir hefir
sofið í undirheimum og beðið eptir endurfæðingu
heimsins. Agni er fyrstur stofnandi mannfélagsins,
og gefur því auðinn og eldinn, hann þekkir öll vis-
indi og kennir mönnum vizku, alveg eins og Rígr-
Heimdallr. »0g enn í dag lofa Parsa-prestarnir
Srush (o: Sraosha) og Bramínarnir Agni-Kama, sem
íi