Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 166
166
kend raynd af Oiorpata. Eins magurt er að láta
»Laufey« þýða »löv- ön« eða »blad-ön«, eða leiða
»Nanna« af »nenna« og »Þjálfa« af »delve« (R. 1,
451. 517. 643)1 — öll þessi nöfn hljóta að eiga ann-
an uppruna. Það er og alveg rangt að taka »leikin«
í Völuspá sem nafn; »seið hon leikin« er auðskilið
og nægilega skýrt í Tímariti Bf. 5. árg. bls. 134; en
R. skoðar Leikin og Leikn sem eitt nafn og lætur
það tákna dóttur Loka eða einhverja drepsóttarnorn
— allt saman ástæðulaust; allt eins ástæðulaust og
að segja að »kunni« (»seið hon kunni«) sé sem kyn
og setja það í samband við »kynjasótt« (1,362) og
svo er »emendatorum« kennt um eins og vant er.
Eg fer ekki lengra út í þetta, því hver einasti ís-
lenzkur maður með viti getur séð það. — »Veðr-
eygr« (um Völund) þýðir R. (1,688) »stormblickande«,
sem er óljóst; eg get ekki séð betur en veðreygr
merki þann sem ber skyn á veður og sér það fyr-
ir. — »gaufugr« lætur R. (2, 271) vera = daufur,
latur, af að »gaufa«, en hversu fjarstætt þetta er,
hljóta allir að sjá; eptir því ætti Oðinn að vera lat-
ur, þar sem hann er nefndur »vápngaufigr« (b: göf-
ugr). — »Gjöld gillings« lætur R. (1, 365) vera =
1) Eitt af þessum ónorrænu nöfnum í norrænni mynd er
«Forseti>. Það á líklega ekkert skylt við ‘forasizo’ eða
(faúragaggja’. (J. Grimm D. Myth. 1. 212). Það er myndað
úr (Fosite’ Frísaguði, sem átti hof á ,Fositeslandi’ eða (Helga-
landi’ og heíir verið sjávarguð—þess vegna lieitir salurhans
(Glitnir’. Fosite er = Poseidon. Að hann (svæfir allar sak-
ar’ er ekkert að marka, því það má segja um fleiri. Egheíði
helzt trúað, að Forseti hali aldrei verið norðurlanda-guð, en
honum skotið inn einhvern veginn til uppfyllingar, enda þótt
hann sé nefndur í Grímnismálum. Annars væri náttúrlegra
og líklegra, að Sœmundur fróði hefði vitað af (Fosite’, held-
nr en Eyvindur skáldaspillir.