Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 168
168
»töfra-fúthark« eða rúna-stafrof, nöfnin á stöfunum
hulin í galdrahjúp, og vilji menn endilega halda þvi
fram, að slíkir töfrastaflr hafi verið ristnir í horn-
inu, þá hlaut það annað hvort að vera fremst í
munni hornsins, eða þá þeir hafa verið ristnir áður
en hornið var beygt saman. Annars vita allir, að
»stafir« merkja feikn og ósköp, og finnast í samsetn-
ingunni »feiknstafir«: Hervör kallast »full feikn-
stafa«, í Sólarljóðum eru »stjörnur fáðar feiknstöf-
um;« í Grímnism. 12: »á því landi, er ek liggja veit
fæsta feiknstafi*. Einnig mætti skoða »í« sem rangt
ritað fyrir »á«. — »Vindler« er eitt af nöfnum Heim-
dallar, og hefir verið skilið sem »hlustandi eptir
vindinum,« af að hlera, hlusta; en R. (1, 447) tekur
það sem »kringvridaren, som fört gnidelden, borrel-
den, till menniskorna*. Þetta er óviðkunnanleg
skýring, og varla rétt (vegna l’sins). — »Mjötuðr
kyndisk« tekur R. (1, 541) = verður kunnur, eða
varð kunnur, en það finnst mér óviðkunnanlegt; eins
og að búa til præsens »kynda« = gera kunnan, sem
eg þekki ekki (Bugge bls. 494). Mér finnst réttast
að skilja þetta eins og það hefir alltaf áður verið
skilið: »kyndisk« = brennur (o: præsens með futuri
merkingu), en í hinu finn eg hvorki meiningu né
fornan anda. — Þar sem R. segir (1, 361) að
»kveldriða« þýði upprunalega »kvalryttarinna«,
»dödsryttarinna,« þá er það alveg röng uppáfinning
Guðbrandar Vigfússonar, og hér hefir aldrei verið
neinn misskilningur. — Þar sem R. (1, 407—415)
segir, að orðin í Völuspá: »á fellr austan um eitr-
dala« hljóti að breytast í: »á fellr austr eitrdæla,«
og að »austr« sé hér nafnorð og merki ágjöf, eða
það sem ausið er, en »á« sé stefnuorð (præpositio),
þá held eg fáir muni fallast á þá breytingu. — Ekki