Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 170
Fyrir 40 árum.
Eptir
Þorkel Bjarnason.
Flestir Islendingar munu þekkja þetta vísuorð:
»Allt er í heiminum hverfult,« og játa, að það á við
rök að styðjast, þó ekki livað sízt þeir, sem nokkuð
eru komnir til ára. Gamli maðurinn kann einatt
illa við tímann, sem hann lifir á. Honum finnst
hann svo öndverður á öllu eða flestu því, sem hon-
um fellur vel í geð. Þetta kemur nú auðvitað að
nokkru leyti af því, að líf hans er komið í eins kon-
ar kyrrstöðu, þráir hvíld og næði, en firrist skarkala
og braml breytinga og byltinga; en sjálfsagt er það
að miklu leyti þar af sprottið, að mannlífið í heild
sinni eptir allsherjar framsóknarlögmáli tilverunn-
ar hefir tekið svo miklum stakkaskiptum, frá því að
gamli maðurinn var unglingur. Margt af því, sem
þá var siður, er nú annaðhvort gjörsamlega horfið
eða talið jafnvel ósiður. Ymislegt, sem þá þótti þjóð-
ráð, er nú talið óráð. Sumu, sem þá hreif hugi
manna sem mikílvæg sannindi, skeytir nú enginn
framar, eða það er nú nálega talið heimska ein og
hleypidómur. Hann hefir smámsaman orðið á eptir
tímanum. Unga kynslóðin með sitt æskufjör, nýtt
hugmyndalíf, nýjar vonir, nýja siði og nýja lífsskoð-
un, hefirlátið hann sjer að baki. Þar stendur hann