Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 171
171
•opt eins andlega sem líkamlega einmana og finnur
til þess rneð þrá og söknuði, að þessi orð skáldsins
eru að því sem honum virðist allt of sönn: »allt er
í heiminum hverfult«. Margar breytingar tímans
geymir sagan að vísu, en þó venjulega að eins hin-
ar mikilfengari. Smábreytingarnar hverfa með kyn-
slóðunum, sem þær fara fram hjá. Þær hafa þótt
oflitlar til þess, að nokkur hafi fært þær ( letur, og
grafast því að eilifu með þeim, sem lifðu þær, þekktu
þær og mynduðu þær. En þó hafa þær að mörgu
leyti myndað ástandið, sem á eptir kom, og eru því
í sjálfu sjer næsta þýðingarmiklar.
Hin síðustu 40 ár eru að mörgu leyti mjög þýð-
ingarmikil fyrir þetta land og þessa þjóð, ekki að
eins að því leyti, að landsmenn bafa barizt fyrir
stjórnfrelsi sínu, og í því efni náð mjög miklum
hagsbótum, heldur og að þvi, hversu miklum og
margháttuðum breytingum andlegt og líkamlegt líf
landsmanna hefir tekið, og vil jeg nú með nokkrum
orðum skýra írá þessum breytingum, að svo miklu
leyti sem jeg man frá æskudögum mínum. En sá
■er þó gallinn á, að jeg hefi nú í 27 ár stöðugt ver-
ið í öðrum landsfjórðungi en jeg ólst upp i, og verð
því að skýra frá eins og þar var þar títt, en segja
frá nútímanum eins og hann kemur mjer hjer fyrir
sjónir.
HúsaJcynni.
Húsakynnin lýsa einkar vel menntunarástandi
þjóðanna eigi miður en efnahag þeirra, og fyrir því
er nauðsynlegt fyrir söguna að þekkja þau, á hverj-
um tima og hverjum breytingum þau taka, og hversu
vel þau samsvara því augnamiði að vernda líf