Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 172
172
manna og heilsu, jafnfram því að gjöra lífið þægi-
legt.
Fyrir 40 árum voru húsakynnin töluvert ólík
þvi, er nú tíðkast. Bæjarhúsin voru að vísu venju-
lega hin sömu og nú, nfi. baðstofa, búr, eldhús og
bæjardyr, og svo optast smiðja og skemma ein eða
þá á stórheimilum jafnvel fieiri. Mjög óviða voru
þá stofur nema á prestssetrum og hjá efnuðustu
bændum, helzt hreppstjórum, sem þá þóttu engin
smámenni. En þó húsin væri að miklu leyti hin
sömu að tölunni til, voru þau að útliti og byggingu
töluvert á annan hátt en nú er. Bæjardyrnar voru
þá venjulegast hjá öllum fátækari mönnum fram-
lenging af göngum til baðstofu, vanalega mjóum og
lágum, löngum og dimmum ranghala, uppreptum með'
veikum sprekum. Ut úr rangala þessum nokkru
fyrir framan baðstofuna lágu gegnum veggina dyr,
sínar til hvorrar handar, optast hvorar á móti öðr-
um, aðrar til búrs, en hinar til eldhúss, og voru þær
venjulega svo lágar, að eigi varð gengið um þær
öðruvísi en hálfboginn, og þurfti til þess mikið þol-
gæði, að beygja svo opt á dag bakið, sem þörfhús-
móðurinnar og eldakonunnar krafði, en vaninn og
svo vanþekkingin á öðru betra gjörði þetta bærilegt.
og sjálfsagt. Bæði þessi hús voru lág og lítil með'
upprepti, sem torfið gægðist alstaðar um á milli,
venjulegast með einum smáum glugga með líknar-
belg á, sem opt þurfti að bæta, þvi skæða óvini
átti skjárinn, þar sem stormurinn var, sem opt kippti
líknarbelgnum út og inn, þangað til hann rifnaði, og
þá eigi síður köttinn, sem endurgalt þá ósvinnu, sem
honum opt var sýnd, að loka hann úti, jafnvel i
hreggi og stormi, með því að klóra sig inn um skjá-
inn. En kvennfólkið var jafnan við þessu búið og