Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 173
173
fljótt til að græða meinið, með því að láta nýjan
belg á skjáinn. Þurfti hvert heimili að hafa nægar
líknarbelgsbirgðir, en það var sjálfsögð skylda fjós-
konunnar. að hirða og hreinsa belgínn, þegar kýrin
bar, ef hún vildi halda þeim einkarjettindum að fá
garnaostinn úr kálfinum. Skjágluggarnir voru venju-
legast mjög litlir, stundum lítið stærri en mannslófi.
Voru þeir þannig gjörðir, að trjegjörð var beygð í
Júring og þar yfir var líknarbelgurinn þaninn, og út
yfir hringinn á alla vegu. Stundum var og gjörður
rammi, aflangur eða ferhyrndur, og þar á var belg-
urinn þá látinn og náði hann út yfir rammann öllu
megin. Síðan var skjánum smeygt i þekjugatið,
sem hann var látinn vera mátulegur í. Búr og eld-
hús voru á öllum smærri bæjum sjaldnar stærri en
•3 álnir á breidd og 3 til 4 álnir á lengd og varð
rúmlega staðið upprjettur, ef stór karlmaður átti i
hlut. I miðjum göngum eða fyrir framan búr og
eldhús var hurð, sem hjet skellihurð. Fyrir búrinu
var og hurð og hún læst, svo-engir óviðkomandi ó-
jjarfagestir færi þar inn, en venjulega var eldhúsið
■ólæst og opt hurðariaust. Lítið þil var fyrir bæjar-
dyrum og var neðst á því öðruhvoru megin við vegg-
inn gat fyrir hundana, til að fara út og inn um,
þegar búið var að loka bænum að kveldinu, og kall-
aðist það hundagáttin. Þegar göngin þraut, kom
baðstofan, venjulegast þvert fyrir þeim, og optast
gengið inn i hana við annan endann. Baðstofurnar
voru annaðhvort á bekk, pallbaðstofur, eða þá
portbyggðar. Bekkbaðstofurnar voru nálega ætíð
með moldargólfi og rúmin sett niður til beggja hliða
við veggina, en fyrir aptan þau moldarveggirnir
berir, opt gráhvítir af myglu og slaga. Innst við
gafiiim milli rúmanna var negld ein fjöl eða tvær