Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 174
174
lárjettar og var það borðið við hjónarúraið. Hyll-
ur voru festar upp við báða gaflana, til að setja
upp á aska, bolla og önnur matarílát. Við báða
enda á rúmunum stóðu upp stólpar, sem stuudum
náðu upp í sperrurnar, og kölluðust marar og voru
rúmstokkarnir negldir utan á þá. Milli maranna
yfir rúminu var opt fest snæri, sem nefndist stag; á
það var hengt föt, klútar, vettlingar og annað þvi
um líkt, sem þeir áttu, er rekkjuna byggðu. Pall-
baðstofurnar voru með timburgólfi, er nefndist pall-
ur; var hann venjulegast eina alin eða svo yfir
gólfið eða grundvöllinn, og var þar níðamyrkur og
þar geymdur eldiviður og ýmislegt annað, eða þá
höfð lömb. Trappa var upp á pallinn framanverð-
an, en að öðru leyti voru bekkbaðstofurnar og pall-
baðstofurnar eins. Var á stundum biti um baðstof-
una þvera til að halda henni saman, sem náði mitti
eða því nær, og skriðu eða smugu þeir undir bitann,
sem inn fyrir eða fram fyrir þurftu að fara, og sýnir
saga sú, er nú skal greina, hversu bitar þessir gátu
orðið óþægilegir. Á Fannlaugarstöðum í Göngu-
skörðum bjó á æskuárum mínum Sigurður nokkur,
er kallaðist »Trölli« og hafði hann búið þar alllengi.
Hann var maður efnaður, en snyrtimaður enginn.
Einhverju sinni um vetur lagðist hjá honum vinnu-
maður sira Jóns Pjeturssonar prests að Höskulds-
stöðum 1817—1839, sem var þar á ferð, og sendi
hann eptir presti til að þjónusta sig. Prestur fór,
og er hann kom að Fannlaugarstöðum, tók Sigurður
honum með mestu virktum, því að hann var ekki
vanur, að slíka gesti bæri að garði sínum. Leiddi
hann nú prest til baðstofu, en um hana þvera var
slíkur biti sem áður er lýst. Sigurður skreið undir
bitann, að vanda hinn fimasti, en presti, sem Sigurð-