Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 175
175
ur vildi koma inn á hjónarúmið, þótti það heldur-
óárennilegt og kaus fremur að fara yfir hann.
Gryllti þá Sigurður einhverja fiík á bitanum, sem
hann þóttist viss um, að væri spjarir af kvennfólk-
inu. Kippir hann nú í flíkina af meginafli, og kallar-
upp hátt og snjallt um leið: »hefi jeg ekki bannað
ykkur, stúlkur, að hengja af ykkur druslurnar á bit-
ann, þegar almennilegt fólk er komið«, en þetta var
raunar frakkalaf prests, sem Sigurður reif því nær
af. Síra Jóni, sem var spakmenni hið mesta, varð
það eitt að orðum: »Þetta er nú mjer meðfylgjandi,
Sigurður minn«. Prestur varð sökum illviðris að
gista hjá Sigurði um nóttina, og fjekk hangikjöt og
annað sveitasælgæti til snæðings. En helzt til þótti
Sigurði prestur hæverskur, því um kvöldið, er til
rekkju var gengið, benti hann honum upp í mold-
arskot, er var í veggnum fyrir ofan rúmið,
og segir: »hjerna er bollinn yðar, sjera Jón,
ef þjer viljið fá yður bita í nótt«. Sagan
segir, að Sigurður hafi viljað gæða sjera Jóni
með kaffi um morguninn. Átti hann baunir og
sykur, en ekki lítur út fyrir, að konu hans hafi ver-
ið kaffigjörðin iagin, því sagt var, að liún syði baun-
irnar í vatni, þangað til þær voru komnar í graut,
og bæri síðan presti. Sagði hann henni þá fyrir,
hvernig kaffi skyldi gjöra, og var það síðan á stund-
um haft til að fagna gestum á Fannlaugarsstöðum
og þótti takast allvel.
Fyrir mitt minni voru að visu götupalla-baðstof-
arnar, en þó er mjer i barnsminni ein þeirra, sem
jeg raunar ekki man, hvar jeg sá. Pallurinn var til
beggja hliða í baðstofunni. og fyrir innri gaflinum,
en enginn í henni miðri. Var pallurinn hvoru meg-
in það breiður, að á honum gat rúm staðið og lítil