Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 176
176
skör fyrir framan, svo sitja mátti á rúminu við rokk-
inn og setja á hana næturgagnið og ýmislegt fleira.
Portbyggðar baðstofur voru með lopti. Var sjaldan
búið undir loptinu, því að þar var harla dimmt, en
gestarúm var þar venjulega og á stundum vinnu-
mannarúm, en nálega var aldrei timburgólf.
Sjaldan voru baðstofur þá undir súð; hinar lök-
ustu voru þá reptar upp eins og útihús og sá i torf-
ið hingað og þangað milli áreptisins, en langflestar
voru þær undir reisifjöl svo kallaðri, en það voru
flett borð, sem lögð voru upp og ofan á langbönd,
er lágu langsetis á sperrunum. Á efnuðustu bæjum
voru súðarbaðstofur og sumstaðar var súð að eius á
innsta stafgólfinu yflr hjónarúminu. Það var alls
eigi títt nema á betri bæjum eða beztu bæjum, að
baðstofur væru þiljaðar fyrir stafna eða fyrir ofan
rúmin, og mjögvar það ótítt, að tiinburgólf væri í
bekkbaðstofunum nema að eins á stöku stöðum, eink-
um þar sem hús var afþiljað fyrir hjónin, enda kom
það fremur fyrir litið, þó timburgólf væri, því þá
var nú ekki verið að tefja sig við gólf-þvottinn.
Baðstofurnar voru ætíð, eða að minnsta kosti
man jeg ekki eptir öðru, með torfstöfnum og þeim
svo klunnalega þykkum, að gluggarnir urðu sem
optast að vera á þekjunni. í mínu minni voru jafn-
aðarlegast glergluggar; þó man jeg einnig eptir skjá-
glugga á einstöku gamalli og ljelegri baðstofu hjá
fátæklingum, einkum framan til móti dyrunum. En á
fyrri hluta þessarar aldar voru skjágluggarnir al-
mennir nyrðra hjá alþýðu. Móðir mín heitin, sem
fædd var 1811 sagðist ekki, fyrst þegar hún mundi
til, muna eptir öðruvisi gluggum. Sagði hún, að
þá hefði ungar stúlkur, sem dálltið vildu vera upp í
heiminn, þvegið og skafið líknarbelginn sem bezt þær