Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 181
181
vel smaladrengirnir gangi með brydda skó og það1
hversdagslega. Skórnir voru þá eigi að eins með'
hælþvengjum, eins og nú, heldur og með ristar-
þvengjum.
Fyrir mitt minni tíðkuðust mussur og stuttbux-
ur og bolir i stað vesta. Sá jeg einn mann á stutt-
buxum við kirkju, en engan á mussu. Stuttbuxurn-
ar voru skornar að beini og náðu niður fyrir sokka-
bands stað, með hnepptri klauf utanlærs upp að hnje.
Heyrt hefl jeg, að mussurnar hafi verið í líkingu við
jakka, og náð niður fyrir mjaðmir, með útskotum að
neðan. Um 1820—30 munu þær hafa verið að hverfa
fyrir treyjunum, eins og ráða má af vísu Sigríðar
Gunnlaugsdóttur »skáldu«, sem kveðin var á þessum
árum:
Betra er að eiga mann á mussu,
menja lín! en kauða á treyju o. s. frv.
Sparibuningur karlmanna var um 1840—1845
almennt orðin treyja og buxur. Þó man jeg eptir
því, að karlmenn fóru til kirkju og á önnur manna-
mót í dökkbláum prjónapeysum, silfurhnepptum utan
yfir vestinum, ogvoru jafnan hafðar óhnepptar,fóru
vel og voru snotrar. Treyjurnar voru fremur stutt-
ar, einkum að aptan, svo þær náðu naumast mitt-
inu. Sparihöfuðfatið var algengast upphár flóka-
eða bómullarhattur. Var einkennilegt, að sjá karl-
menn með strompa þessa, eins og litla eldhúsreyk-
háfa, en hárið ofan undan þeim niður á herðablöð,
því þá tíðkuðu gamlir menn að hafa sítt hár. Um
hálsinn höfðu karlmenn við kirkjur og önnur hátið-
leg tækifæri silkiklúta, fullorðnir menn dökkva klúta,
en ungir piltar ógiptir klúta með marglitum bekkj-
um. Enginn alþýðumaður sást þá á stígvjelum, nema
ef vera skyldi vatnsstígvjelum, en þau voru þó sjald-