Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 182
182
gæf, og töluvert ríkilæti þótti það alþýðumönnum
óbreyttum, að vera á klæðisvesti eða klæðistreyju.
Vaðmálsföt dökkblá að lit, og alls ekki eins fínt
unnin eins og nú er títt orðið, þóttu fuliboðin öllum
almenningi; og ekki man jeg til þess, að unnin væri
samkembd vaðmál eða dúkar marglitir og teinóttir,
ekki heldur marglit einskepta, enda voru þá hvorki
milliskyrturnar nje millipilsin komin, sem nú þykir
óumflýjanlegt að klæðast.
Daglegur kvennbúningur var upphlutur og pils-
ið utan yfir nærfötum úr vaðmáli. Upphlúturinn,
sem fyrir norðan kallaðist kot, var festur opt-
ast við pilsið og náði upp á brjóstin. Framan
á honum voru millur, sem reimaðar voru framan
á bringunni með reim, en við hana var fest millu-
nálin, til að þræða reimina gegn um milluaugun.
Pilsið var ýmist sauðsvart, sortulitað eða indigó-
blátt, og kotið eins, en þó stundum rautt eða jafnvel
grænt til sparnaðar. Upp um axlirnar voru spælar
úr kotinu, til að halda því uppi, en aptan á bakinu
voru 3 leggingar, ein bein á miðju baki, en tvær
bognar sín til hvorrar hliðar. Voru leggingar þess-
ar ýmist úr rósóttu flaujeli, eða það voru knippling-
ar úr tvinna. Framan á kotinu fyrir aptan mill-
urnar voru flaujelsborðar og baldirað ofan í þá, og
var stundum lagður laufaskurður úr vír utan með
borðunum. Stundum voru borðar þessir breiðir silf-
urvírsborðar. Millurnar voru ýmist úr kopar eða
silfri og reimin úr látúni eða silfri og nálin eins.
En vitaskuld voru silfurmillur, vírborðar og bald-
íraðir flaujelsborðar sjer í lagi til sparnaðar og því
að eins hversdagsbúniugur, að hefðarkvennfólk ætti
í hlut. Við útivinnu var kvennfólkið í úlpum eða
hempum utan yfir kotinu sjer til skjóls, en að öðru