Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 183
183
leyti illa og óhlýlega klætt, aldrei meir en í tveim
pilsum og opt að eins í einu, sem þá margopt var
■eina skýlið, en þyrfti kvennfólk að vera úti í hríð-
um og illviðrum á vetrardag, sem raunar var ekki
tízka nyrðra, fór það einatt í karlmannsföt; eins og
við var að búast, bar það eigi af útivist í vetrar
hörkum og stórhríðum í þá tíðum kvennklæðnaði,
sem enginn kvennmaður mundi nú sætta sig við öðru-
vísi en í hásumars-blíðviðrum.
Hinn venjulegasti sparibúningur kvenna var
peysuföt og húfa. Peysan var prjónapeysa, mikið
iiegin í hálsinn bæði í bak og fyrir, og var hafður
klútur innan undir henni bæði á herðunum og á
brjóstinu; þar utan yfir var látinn annar klútur,
venjulegast silkiklútur, rósóttur eða með bekkjum.
Hann var brotinn í þríhyrnu; gekk hornið niður á
peysubakið og var nælt þar niður, en hin hornin kross-
lögð á brjóstinu og nadd þar. Klútur þessi var í
sjals stað, því ekki tíðkuðust þau, þegar jeg man
fyrst til, eða að minnsta kosti mjög lítið; og svo sagði
mjer Guðrún Olafsdóttir, sem lengi bjó í Brekkubæ
í Reykjavik, að þegar hún var ung stúlka, hefði
hver kvénnmaður í íslenzkum búningi í Reykjavík-
urkirkju verið með herðaklút, en engin með sjal.
Rósóttur silkiklútur var um hálsinn með hnýttum
hnút, en endarnir eða hornin lágu niður út á við.
Að hafa silkiklútinn sem fallegastan, vildu auðvitað
allar stúlkur, en helzt áttu fríðu stúlkurnar kost á
því, því með fáu var hægra að koma sjer í mjúk-
inn hjá þeim en með fallegum klút. Húfan var
með skúfi, eins og lög gjöra ráð fyrir; var hann opt-
ast dökkur, en þó man jeg eptir þeim fagurgrænum.
Um skúflegginn var silfurhólkur, eins og enn ertítt,
þó aldrei gylltur, og hvergi nærri voru skúfhólkarnir