Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 184
184
eins stórir, eins og þeir nú eru orðnir. Sumar vöfðu
skúflegginn með vírborða, ýmist silfurlitum eða gyllt-
um, en ekki þótti það nándar-nærri eins fínt til sparn-
aðar eine og silfurhólkurinn, en vel mátti hafa það
hversdagslega; sparispilsin voru úr dökkbláu vað-
máli, stundum brydd að neðan með grænu eða rauðu
klæði. Svuntan var miklu mjórri en nú er tíðkan-
legt og venjulegast til spari úr útlendum dúk, en
hversdagssvuntur úr innlendu efni, og kölluðust dúk-
svuntur, og voru með mislitum röndum upp og ofan,
og tiðkar sumt kvennfólk enn dúksvuntur. Skórnir
voru verptir, en ekki bryddir; þó fór það smámsam-
an í vöxt, að brydda spariskóna, einkum kvennskó.
Þeir voru hælþvengjalausir, en þvengir dregnir í þá
með vörpunum hringinn í kring, nema á tánni, og
síðan bundnir yfir ristina framan til, og hnútnum og
þvengjaendunum stungið niður í skóinn. Þvengir
i spariskóm kvenna voru ætíð eltiskinnsþvengir, og
lögðu tilhaldsstúlkur hina mestu stund á, að þveng-
irnir væru sem hvítastir, lægi sem sljettastir yfir
ristína og skórnir grunnir og nettir.
Altarisbúningurinn var jafnan sjerstakur bún-
ingur, og var hann margvíslegur. Sumar voru á
gamla búningnum islenzka með krókfaldinn hvita
og frambogna. Hárið var sett upp og faldurinn
nældur niður i það. Siðan var silkiklút bundið yfir
hárið og faldfótinn, svo að allt hárið hvarf. Var
klúturinn þannig bundinn, að ennið var bert í miðju
upp undir hársrætur, og kallaðist það að »skauta
blesu«. Stundum var öðrum klút bundið utan yfir
hinn klútinn, svo að blesan hvarf og kallaðist hann
»skýla«. Um hálsinn var stífur kragi, venjulega úr
flaujeli, ekki breiður, og baldíraður. Skauttreyjan
var ýmist úr klæði eða vaðmáli. Var hún krækt á.