Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 185
186
bringunni. Á bak við krókapörin voru á börmun-
um borðar, annaðhvort flaujelsborðar baldíraðir með
silfur- eða gullvír, eða þá breiðir vírborðar, hvítir
eða gylltir. Aptan á treyjunum voru leggingar, eins
og á upphlut, og voru það optast rósóttir flaujels-
borðar mjóir. Samfellurnar voru ýmist úr vaðmáli,
klæði eða rósadamaski, lagðar að neðan með knippling-
um úr tvinna eða þræði eða með margrósóttum flaujels-
borðum. IJm mittið yfir samskeytin á trevjunni og
samfellunni var belti, annaðhvort úr samfelldum silf-
urstokkum, úr klaiði eða flaujeli, baldíruðu með silf-
ur- eða gullvír. Voru silfurpör á beltinu til að
krækja því saman að framan, og þaryfir varsilfur-
hnappur, sem stundum var úr víravirki með hang-
andi laufi einu eða fleirum. Sumt kvennfólk hafði
hempu, ýmist í stað skauttreyjunnar eða þá utan
yfir henni, einkum á ferðalagi. Hún náði niður fyrir
hnje, aðskorin í mittið og fjell eptir líkamanum,
krækt að framan með flosborðum á börmum upp og
niður úr gegn, opt lissulögðum, en framan á erm-
unum var flaujel. Margir kvennmenn voru við há-
tíðleg tækifæri á dönskum búningi svokölluðum; en,
eins og gefur að skilja, fylgdi hann ekki mjög mik-
ið tizkunni, þar sem sami var kjóllinn oghatturinn,
og það venjulegast alla æfina. Kjólarnir voru úr
rósadamaski eða öðru útlendu efni, með háu mitti.
Hattarnir stóðu ýmist langt fram fyrir andlitið, og
var á að sjá, þegar framan á þá var litið, eins og sæi
í litinn hellismunna, eða þeir gengu langt út og upp
frá andlitinu, en aptan á hnakkanum endaði hatt-
urinn í ferlegum og feiknastórum kolli, og var sem
andlitið hyrfl eða yrði svo óvenjulega smátt í þeim
óskaplega geimi. Sumar bundu klút í gjörð um höf-
uðið, en að öðru leyti var það bert; en allir þessir