Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 187
187
Rúmföt alþýðu var undirsæng, koddj, rekkju-
Toðir og brekán. í sænginni og koddanum var fið-
ur, en verið opt heimagjört, úr einskeptu röndóttri eða
vaðmáli, og jafnvel gátu sængurverin verið úr elti-
skinni, en stundum líka úr boldangi, og koddaverin
eins. Rekkjuvoðirnar voru jafnan úr vaðmáli, stund-
um fínu handa heldra fólki. Yfirsængur voru sjald-
;gæfar, en í þeirra stað komu brekánin, sem voru
þykk og fastofin. Á heimilum, þó efnuð væri, voru
allopt að eins 2 yfirsængur, önnur yfir gestarúmið,
•en hin yfir hjónarúmið, en á mörgum bæjum sváfu
hjónin undir brekáni, eins og aðrir á heimilinu, og
varð gott af. Menn skyldu ætla, að rúmfötin hefðu
•eigi verið eins hlý og notaleg eins og þau eru nú,
þar sem viðast, að minnsta kosti á öllum betri heim-
ilum, er yfirsæng yfir hverju rúmi; en þó var það
almcnnur siður með almúga, sem nú er gjörsamlega
lagður niður, að menn sváfu berir, og hefir það að
líkindum verið til að hlífa nærfötunum við sliti, og
Rar alls ekki á, að þetta þætti kalt eða yrði að
meini.
Klæðnaður manna, bæði karla og kvenna, var
miklu minni á þeim tímum, er lýst hefir verið, en
nú er tíðkanlegt, og mestmegnis úr innlendu efni.
Klæðis- og tauföt voru ærið sjaldsjen, ljereptsskyrb
ur að eins til sparnaðar, ef menn annars áttu þær
til; komust margir ekki lengra en að hafa skyrtu-
kragana og handspjöldin úr ljerepti, en hitt úr vað-
máli. Línlök eða ljereptsrekkvoðir voru á flestum
bæjum alls eigi til, en þar sem þau voru til, voru
þau kistulögð, nema þegar presturinn eða aðrir heldri
menn, hans likar, báðust gistingar. Saumgarnið var
-að mestu leyti þráður; menn reyndu, allt hvað þeir
gátu, að forðast kaup á útlendum varningi. En þó