Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 188
188
klæðnaðurinn væri minni, var hann aptur að minni
ætlun miklu sterkari og haldbetri, því að bæði var
unnið miklu grófara en nú gerist, og svo var þráð-
urinn mjög opt tvinnaður og ívaflð stundum líka.
En langt frá var vinnan þá eins ásjáleg eða marg-
brotin eins og hún er nú, enda er mikill munur að>
sjá föt manna, bæði karla og kvenna, nú á dögum,
hversu þau eru vel unnin, litirnir fallegir og marg-
breyttir, þó úr innlendu efni sjeu, og hversu þau
fara nú vel, eða hin grófu, tilbreytingarlitlu og illa
sniðnu föt almennings um miðja þessa öld; en afþvf
fötin eru nú svo margfalt meiri en áður var, þarf
nú, þó miklu meira fataefni sje keypt frá öðrum
löndum, að vinna miklu meira, en af því leiðir apt-
ur, að vinnan getur ekki verið eins haldgóð, þar
sem allt er nú unnið einfalt, til að koma sem mestu
fataefni í verk.
Hreinlœti.
A engu heflr orðið jafnmikil breyting á síðustu
40 árum, sem á hreinlæti og þrifnaði landsmanna, og
er það sannarlega breyting til batnaðar. Þrifnaðurinni
gerir líf manna eigi að eins ánægjulegra, en hann
bætir og hugsunarháttinn, og innrætir mönnum smám
saman tilflnningu fyrir þvi og sannfæringu um það,.
að eigi nægi til að vera sannur maður, að líkaminni
sje hreinn og þokkalegur; andi mannsins verði og að*
vera hreinn, til þess að lífskjörin geti í sannleikai
verið farsæl; og þó það auðvitað fari eigi jafnan
saman, að hreinlátur maður sje hreinn i hugsun og-
vandaður i breytni, þá munu allir, sem skyn bera
á það mál, viðurkenna hin siðbætandi, fegrandi,.
betrandi og upplyptandi áhrif alls þrifnaðar og-
hreinlætis.