Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 190
190
ur í Skagafjörð, að Helga ljeti þvo gólf á hverju
laugardagskveldi. Þótti sumura það hinn mesti óþarfl
og kváðu menn hafa komizt af, þó þeir hefðu ekki
verið að þvo gólfin, en margir töldu það þó góðan
sið og eptirbreytnisverðan, og eptir 1860 mun gólf-
þvottur hafa farið að tíðkast viða, og nú held jegr
að naumast sje svo fátækt býli, þar sem annars er
timburgólf, sem víðast mun vera, að þar sjeu ekki
þvegin gólf einu sinni á viku, að minnsta kosti á
sumrum.
Milli 1840 og 1850 voru almennust matarílát al-
þýðu askarnir, og hafa margir þá enn, þó flestir
borði nú úr leirílátum; þá höfðu og sumir trjebolla
(diska úr trje með fjórum hornum) til að borða át-
mat af og trjeöskjur undir smjör. Var i rekasveit-
um, t. d. á Hornströndum og á Skaga við Skagafjörð,
mikið smiðað á vetrum af þess háttar ílátum og selt
út um sveitir. Fóru menn á veturna með smíðar
þessar og seldu, helzt einhleypingar og liðijettingar,
sem ekki áttu viðbundið heima. Þá fluttust og í
verzlanir og voru keypt til notkunar tinföt stór með
breiðum og flötum börmum til að færa gestum i
spónamat, tindiskar fyrir átmat og tinkönnur með
loki yfir til að drekka úr, og á sumum heimilum
var og nokkuð af matarílátum úr leir. Til að safna
skyri í, voru smíðuð ílát úr rekavið, og tóku opt 2
tunnur og meira og kölluðust sáir. Fötur, mjólkur-
trog og skyrkollur (keröld) var allt innlent smíði og
trjegirt venjulega, en nú er eins og menn vita farið
að kaupa mjólkurfötur og mjólkurbyttur í kaupstaðn-
um úr pjátri eða blikki og sömuleiðis tunnur til skyr-
gjörðar. Öll trjeilát þurfa hreinlega meðferð, ef vel
á að vera. En það var öðru nær en svo væri, að
minnsta kosti með askana. Askurinn og matarboll-