Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 191
191
inn var opt settur fyrir hundinn, þegar búið var að
borða, en rakkinn var þá svo hvimleiður, að hann
vildi að eins »þrífa« ílátið að innan, þar sem hann
fann matarbragðið. En þó sumir þurkuðu ílátið á
eptir, var hjá mörgum látið sitja við það, sem rakk-
inn gjörði, nema ef blásið var í askinn eða bollann,
þegar hann var tekinn frá hundinum, og var eins-
og menn ætluðu, að þeir gætu ekki bætt sig á hrein-
læti hundsins. Menn gátu jafnvel tekið það sem ónot,
ef hundurinn vildi ekki sleikja askinn; því er haft
eptir sveitarkerlingunni, þegar hundurinn vildi ekki
sleikja askinn hennar: »Það held jeg bannsettir
hundarnir hjerna viti ekki síður en aðrir, hvers-
stands jeg er«. Þegar menn fóru að fá grun um,
að sullaveikin ætti rót sína að rekja til hundanna
og húsbændur að finna að því, að þeir væri látnir
sleikja matarílát, var opt viðkvæðið, einkum hjá
eldra fólki: »jeg er ekki heilsuverri en aðrir, þó jeg
hafi látið rakkann þrífa askinn minn«. Að utan voru
matarílát heldur eigi þvegin, að minnsta kosti of-
sjaldan, og mundi mörgum nú blöskra, ef hann mætti
líta 40 ár eða svo aptur í tímann, að sjá, hvernig
askarnir á sumum heimilum litu út, með öllum þeim
matarslettum og óhreinindum, sem utan á þá hlóð-
ust, f harða, gljáandi óhreinindahúð, og naumast trúa,
að svona hefði þó ástandið verið og það á þessari
öld. En menn fundu þá ekkert viðbjóðslegt 1 þessu_
Sumir virtust ætla jafnvel, að þeir yrðu svengri,
væri askurinn eða bollinn þveginn. Að vísu voru
ýms þau heimili, þar sem matarílát voru þvegin við-
og við, en alstaðar munu þau hafa verið þvegin á.
jólunum. Jólin voru sannkölluð lireinsunarhátíð. Þá
var hangikjötið soðið og þá var þvegið úr soðinu
askar, diskar, fötur og allt sem þvegið varð, og að.