Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 192
192
lokum rúmstokkarnir og hyllurnar í baðstofunni. Nú
eru tímarnir breyttir; enginn, nema et vera skyldi
einstök ihaldssöm gamalmenni, ætlar nú framar, að
það sje bezt, að láta hundinn sleikja matarílátið, og
á allfiestum heimilum eru nú. hvers konar matar-
ílát þvegin bæði utan og innan, hvenær sem þörf
gjörist.
Meðferð á mat, t. d. á mjólk og smjöri, er jeg
eigi nógu kunnugur, til að geta lýst henni, en það
má fullyrða, að hún hefir farið mikið batnandi, og er
miklu hreinlegri og þokkalegri en hún var fyrir 40
árum, þó víða vanti sjálfsagt mikið á, að hún sje
eins góð og \era ætti; enda er of lítið gjört af því,
sem gjört verður, til að hvetja menn til framfara í
'slíku. Þannig er gjörður of litill verðmunur á góðu
og slæmu smjöri, til þess að verðið geti verið veru-
leg hvöt til að hafa smjörið svo gott, sem tök eru á.
Ekki vantar vatn í landi voru, tært og hreint,
til að skola af sjer óhreinindin. Alstaðar eru renn-
andi lindir, bunandi lækir og spegilfagrar ár, en
þetta ágæta og heilnæma hreinsunar-meðal, sem hver-
vetna er kostur á, var eigi notað sem skyldi. Nær-
föt og rúmföt voru -að vísu þvegin, en ekki nærri
því eins opt og nú tíðkast, og að minni ætlun hvergi
nærri eins vel, því að þá var sápa lítið höfð til
þvotta. Ætla jeg, að mörg hafi þau alþýðuheimilin
verið, sem á þeim tímum þótti nægja, að kaupa 1—2
pd. af blautasápu og lítið eitt af handsápu um árið.
Að þvo hendur og andlit var þá langt frá títt, að
minnsta kosti hjá karlmönnum. Yiku eptir viku
borðuðu sumir alþýðumenn mat sinn með sömu svörtu
og óhreinu höndunum, og mundu það nú þykja frem-
ur ógeðslegir fingur, sem þá mátti sjá menn láta mat-
inn upp í sig með. En þetta var vani, og vaninn getur