Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 194
194
meira er nú keypt af sápu en um miðja öldina. Nú
munu fæstir af yngra fólkinu, sem nokkuð vilja að
manni vera, sem ekki þvoi sjer og greiði daglega, að
minnsta kosti að kvöldinu, þegar vinnunni er lokið.
Að koma óhreinn og með hárið allt í sneplum á
mannamót, þykir nu flestum hin mesta vanvirða,
og sjaldan sjást menn nú borða, sízt ungt fólk, með
mjög óhreinum höndum. Nærföt og rúmföt eru nú
alstaðar sápuþvegin og víða stundað, að hafa ljer-
eptsþvotta alla sem hvítasta, og þó sumstaðar sje
án efa ábótavant með þrifnað, er þó framför síðustu
40 ára hvergi jafnsýnileg, sem í þessu efni, og er
þetta án efa mikið því að þakka, að aðalskólar
landsins eru í Reykjavík. Þar læra nemendurnir,
tilvonanndi leiðtogar þjóðarinnar, að meta mikils og
virða ágæti hreinlætisins. Þar vaknar hjá þeim til-
finning fyrir og löngun eptir góðuin húsakynnum,
kurteisu látbragði, snotrum búningi og hreinlæti, og
þetta hið sama innræta þeir smátt og smátt þeim,
sem þeir eiga saman víð að sælda og umgangast,
þegar þeir fara að starfa meðal almennings upp til
sveita. Það er sannast að segja, að þó til sjeu villi-
götur í Reykjavík, þá er hvergi á landinu kostur á,
að nema jafnmikið gott og fagurt eins og þar, og
það hygg jeg að megi að mörgu leyti telja með höpp-
um landsins, að latínuskólinn var fluttur þangað. En
eitt vantar enn hjer á landi stórlega til þrifnaðar-
bóta, en það eru vatns- og sjóböðin, sem viðast mætti
hagnýta sjer um sumartímann; slíkt mundi ekki að
eins hvetja unga menn til að læra hina mjög nyt-
sömu og fögru íþrótt, sundið, heldur og mjög svo
herða líkamann, bæta heilsuna og auka mönnum
andlegt þrek.