Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 196
196
slíkt var fremur óljúffengur matur; en sýra var höfð
i grautinn til að taka af honum veiðimatar-bragðið,
og í kökur voru hrognin einnig höfð; var þá hrogna-
stropinn hnoðaður saman við mjölið og þótti sú með-
ferðin miklu betri, en hún var þó sjaldgæfari sökum
þess, að brauð var svo sjaldan haft. í Skagafirði
var Drangeyjar-fugl mikið veiddur að vorinu, og
hafður mikið til matar um vortímann; stundum var
hann og reyktur, súrsaður eða saltaður, og geymdur
til sumarsins eða vetrarins. Grautarnir, sem skyrið
var blandað með, voru optast grasagrautar, því að
þá var af flestum heimilum farið eitthvað til grasa
að vorinu, og spöruðu grösin mjölkaupin mikið. Þeg-
■ar grösin voru matreidd, voru þau fyrst þvegin úr
volgu vatni, og settist þá moskið og ruslið ofan á,
sem fleytt var af. Siðan voru grösin söxuð í grasa-
stokknum með grasajárninu, og þau síðan látin í pott-
inn, þegar búið var að kasta út á, en mikla þolin-
mæði þurfti við grasagrautarátið, því að mikið var
eptir af mosa og óhreinindum í grösunum, sem ein-
lagt þurfti að skyrpa. Grösin voru og soðin í mjólk,
og kallaðist sá matur grasamjólk. Voru þau þá tind
blað fyrir blað, og höfð til matar að vetrinum í stað
mjölmjólkur, og var það góður matur. Gömul kona,
Kristín Jónsdóttir, sem lengi var á Laxnesi í Mos-
fellssveit og fædd var um síðustu aldamót, sagði
mjer, að þegar húnvarað alast upp, frá 1810—1820,
hefðu fátæklingar mest lifað á mjólk, fiski og kjöti
því, sem til var, en brauð þá alls eigi smakkazt og
grautar sjaldan. Sagði hún, að á heimili foreldra
sinna hefði í mörg ár eigi komið meiri kornmatur
árlega en 1 kvartil, enda voru þau fátæk. Beinin
úr fiskinum, t. d. þorkshöfðabeinin, hefðu þá verið
soðin í bruðning, en kinda- og stórgripabein voru
*