Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 197
197
látin í súrt og borðuð, þegar súrinn var búinn a&
gjöra þau meyr. Bruðningurinn var þannig til búinn,
að því sem jeg hefi heyrt, að beinin voru soðin í
litlu vatni, þangað til vatnið var seytt niður, en þau
orðin svo meyr, að vel mátti borða þau. En svo-
sagði þessi hin gamla kona, að þetta hefði verið'
ólystugur matur, og að sulturinn einn hefði getað
gjört hann sætan. Á sama virðist benda orð Níels-
ar skálda um Sigurð Breiðfjörð: »Breiðfjörð sálar-
bruðning til bjó úr Tístrams sögu». Við Skagafjörð
var og selkjöt borðað, þar sem selur veiddist, sem
ekki var svo lítið, meðan vöðuselur gekk árlega inn
á fjörðinn.
Auðvitað var viðurværi hjá fátæklingum rýrara
en jeg hefi lýst, einkum seinni part vetrarins, og
var þá litið annað til af sjálfsbúi en mjólkurdrop-
inn. En þá voru hvervetna vinnumenn, og lausa-
menn jafnvel lika, sem seldu spað fyrir kindur að
vorinu, og þetta notuðu fátæklingar sjer og fóru af-
líðandi jólum að lifa á aðkeyptu spaði, og þannig-
opt búnir um krossmessu að jeta fyrir sig fram
töluvert af hinum fáu gemlingum sínum, en aflíðandi
krossmessu fór opt fiskur og fugl að veiðast, og-
löngu fyrr hrokkelsi, opt fyrir og um sumarmáL
Man jeg aldrei eptir almennum vorbágindum fram
að 1857, en þá fór jeg úr norðurlandi, enda vora
árin góð frá 1840—1859. En að lífið á norðurlandi
hafi opt verið allt annað en sældarlif, þegar vor-
hart var, sýnir lítil saga, sem Kristín nokkur, er
lengi var hjá afa mínum, Þorkeli i Fjalli í Sæmund-
arhlið, og á æskuárum mínum gömul orðin, sagðí
mjer eptir ömmu sinni, sem 1756 var unglingsstúlka
hjá síra Árna Jónssyni, presti á Fagranesi 1747—
1778. Sýnir saga þessi vel, hvernig lifað var á