Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 198
198
hörðum heyleysis- vorum. Þá um vorið 1756 var
heylítið á Fagranesi fyrir kýr, eins og víða annars
staðar, því að þá voru vorharðindi mikil. Var þá
daglega, og eins þó hríðarveður væri, farið inn á
»Skarðsmóa« og urið hrís handa kúnum. Af hey-
leysinu urðu þær mjög nytlitlar, en annað ekki til
bjargar en mjólkin. A laugardaginn fyrir hvíta-.
sunnu var fyrst róið á Fagranesi, og reittist litið
eitt af fiski og ein lúða. Prestur skamtaði sjálfur
soðninguna um kvöldið, og eins á hvítasunnumorg-
un, áður en hann fór til embættis að Sjávarborg, og
læsti síðan matinn inni í kirkjunni. Gjörði hann
þetta til að vera viss um, að fólkið, sem mjög var
orðið langdregið af hungri og megurð, fengi eigi
meiri mat en svo, að heilsa þess og líf hefði eigi
skaða af hinum snöggu umskiptum. Sjálfsagt er og
mörgum enn í minni hin miklu bágindi, sem voru
manna á milli harða ísavorið 1869 fyrir norðan. Þá
kom til mín maður vistferlum norðan úr Skagafirði
að Mosfelli milli Jónsmessu og sláttar, og mátti
heita, að hann væri mætti sínum fjær af megurð.
Jólin voru þá eins og nú hin mesta hátíð árs-
ins; þá var á öllum hinn mesti gleðibragur; til jól-
anna hlökkuðu börnin lengi áður, ekki sizt vegna
kertanna, sem þau þá áttu von á að fá, og sem þau
höfðu svo undurgaman af. Kertaljósið ber svo langt
■af lýsisljósinu að fegurð og birtu, að það vekur ept-
irtekt hjá öllum, og þó ekki sízt börnunum. Á jól-
nnum var margs konar sælgæti, sem ærið var sjald-
gæft endrarnær. Þá var laufabrauðið og lummurn-
ar með sæta kaffínu á hverju heimili, jafnvel því
allra fátækasta; þá var gefið hangikjöt, brauð og
bankabyggsgrautur með sýrópsmjólk út á, en ekki
bar ósjaldan við á jólunum, að á fátækum heimil-