Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 199
199
um, þar sem menn lifðu við ljettmeti, væri borðað
meira en menn hefðu gott af, og henti þetta eink-
um börnin, enda þótti fátæklingum þetta jafnvel eiga
við, og enginn eða lítill hátíðarbragur að öðrum
kosti. Eptir gamalli barlómskonu var það haft,
þegar hún var að lýsa vesældinni heima hjá sjer:
»Það er eins og annað hjerna í Skarði núna, að
ekki gátu krakka-angarnir fengið kveisu um jólin,
sem þó hefir optast verið endrarnær«. Kona þessi
var æfagömul, þegar jeg var ungur drengur. Hún
hafði lifað móðuharðindin og verið hirt 8 eða 9 ára
gömul frá hordauðri móður af brjóstgóðu og efnuðu
fólki, og stendur mjer enn fyrir hugskotssjónum
voðalýsing hennar, þegar hún var að segja frá
hungursdauðanum í Þingeyjarsýslu, hvernig fólkið
fannst dautt úti áhaugum, þarsem það í andarslitr-
unum hafði verið að leita að skóbótum og öðru rusli,
til að reyna að slökkva hungur sitt, og hvernig sult-
urinn gjöreyddi hinum helgustu tilfinningum, svo að
jafnvel mæður hlupu frá börnum sínum, að bana
komnum af hungri, til að láta þau koltna út af.
Mikill gleðidagur var og sumardagurinn fyrsti.
Þá voru víðast til snæðings magálar og brauð, og
þótti dauft, ef slikt var eigi á borðum. Þá voru
sumargjafir gefnar og fengu þá börnin opt pottkök-
ur í sumargjöf, sem þeim var treint lengi fram ept-
ir vorinu, og voru það helzt fóstrurnar, sem þetta
gjörðu. Auk hinna almennu hátíða, voru og nokkr-
ir tyllidagar, sem fólki var gjört betur til á en
venjulega, og voru það: dagur sá, sem lokið var að
hirða túnin, og mátti þá húsmóðirin vera við því
búin að inna töðugjöldin af hendi, en það var
optast bankabyggsgrautur með sýrópsmjólk, eða þá
nýtt kjöt i súpu. Allraheilagramessa var kölluð