Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 201
201
maður gekk úr vist frá honum, sem hann vildi láta.
borða kál:
Um Jóhönnu myndast mál,
mellu slapp úr lási;
hún vildi ekki kjamsa kál
kýladólgs í Asi.
Um 1850 og þar á eptir fór matarhæfi að breyt-
ast. Þá fór fjártaka í kaupstað miklu meir að tíðk-
ast en áður var, og kornkaupin að verða miklu.
meiri. Varð afleiðingin sú, að kjöt varð minna en
áður og brauð haft almennara til matar með flski,.
og grautar meiri, en grasatekju fór þá að smáhnigna.
Kaffi fór nú óðum í vöxt og var víðast farið að hafa
það tvisvar á dag, og um sláttinn sumstaðar þrisvar,
og almennt varð nú að hafa það til góðgjörða við>
gesti og sætt kaffl til afbrigðis á hátíðar- og helgi-
dögum.
Búnaðarhœttir og vinnubrögð.
Búnaðarhættir voru líkir því að miklu ieytir
sem þeir eru enn oghafa sjálfsagt verið um langan
aldur, nefnil. að hirða það af jörðinni, sem hún leiðir
fram sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust. Eptir jarðabót-
um eða tilraunum að bæta jarðirnar man jeg ekki
öðrum en þeim, að mig minnir, að á einstöku stað
væri menn eitthvað lítils háttar að bera við að hlaða
túngarðsspotta, sem þó engin vera var f. Gamlir
túngarðar, nálega horfnir ofan í jörðina og sumstað-
ar langt fyrir utan túnskæklana, voru nálega þau
einu merki, sem jeg man eptir, til þess, að einhvern
tima hefði þó þeir menn lifað á landinu, sem álitið
hefðu til einhvers koma, að friða það land, sem þeir
áttu að lifa af. Aðalstarfið við jarðræktina var að
bera á túnin, vinna á þeim að vorinu til og hreinsa