Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 202
202
þau. En áburðurinn var alstaðar lítill, þvi að hvergi
eða svo sem raan jeg eptir, að sauðatað væri borið
á; því var öllu brennt; sumstaðar var og kúamykj-
unni brennt að vorinu, þá er eldiviður var þrotinn,
en áður varð að þurka hana í svo kallaðan klíning.
Mjög óvíða var þá mór tekinn upp nyrðra. Svo
voru nú túnin og engin slegin og annað ekki við
jörðina átt. Vor- og haustvinna, að svo miklu leyti
sera hún gekk ekki til skepnuhirðingar eða húsa-
starfa, fór öll til sjóróðra. Ur sveitunum komu menn
þá hvaðanæfa til að róa, sumir sem hásetar, en
aðrir áttu skip sjálfir, sem þeir hjeldu úti, og komu
þá venjulegast með hásetana með sjer, lágu svo við
í sjóbúðum eða heima á bæjum. Sumir reru til
Drangeyjar fyrir fugl, sem veiddur var á fleka, en
aðrir til fiskjar, og sumir stunduðu bæði fisk og fugl.
Voru höfð haldfæri að vorinu, þegar jeg man fyrst
til, og fiskaðist þá þorskur og stútungur eingöngu.
Að haustinu voru lóðir hafðar og fjekkst þá ýsa og
stútungur. En brátt voru lóðir teknar upp að vor-
inu, og fiskaðist þá fleira að tölunni, en miklu smærra.
Til beitu var að vorinu haft fuglaslóg eða ljósabeita,
en að haustinu til kindaslengi, garnir og lungu. Mikil
hafsild gekk inn á Skagafjörð á sumrin, seinni part
júlímánaðar og í ágúst, en eigi varð hún veidd, nema
af stöku mönnum lítils háttar til beitu.
Allur fiskurinn var hertur og svo annaðhvort
borðaður allur heima, eða þá, þar sem margir hlutir
voru, seldur sveitamönnum fyrir ýmsa landvöru, sem
þeir máttu missa, svo sem kindafóður, kindur, skinn
og ull o. s. frv. Margir reru suður um vetrarvertíð
og komu ýmsir eigi aptur fyrr en undir slátt, og
reru að vorinu eða fengu sjer vinnu syðra, þó það
væri sjaldnar. Mjög var titt, að sveitamenn að