Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 203
203
norðan færu lestaferðir að vorinu suður á land eða
vestur undir Jökul (Snæfellsjökul), til að kaupa sjer
fisk til ársins eða til að sækja hlut vinnumanna
sinna, og voru þá miklar ferðir milli suður- og norð-
lands. Að læra sem fyrst sjó og verða sjómaður,
var áhugamál hið mesta nálega allra unglinga; en
að róa suður var þó aðalhnossíð, sem hver fermdur
■drengur þráði og leitaðist við að ná sem allra fyrst.
Hjelt til þessa bæði hin óþreyjufulla löngun hjá ung-
um mönnum, að sjá sig um í heiminum víðar en á
■æskustöðvunum, og hið tilbreytilega líf, sem sjó-
mennskunni opt fylgir, þar sem svo opt skiptist á
hægð og strit, blíða og voði, áhyggjuleysi og hættur.
Annað aðalverkið utan sláttar var fjármennskan;
■en ekki þótti hún jafnfýsileg og sjómennskan. Lamb-
íjenu að vorinu var nálega alstaðar stíað og mjólk-
að frá. Sumstaðar var setið yfir fjenu að sumrinu,
en þó einkum eptir fráfærurnar, en þó var miklu
tíðara, að ánum var smalað kvöld og morgna. Ovíða
man jeg eptir því, að fje væri haft í seli, en þó
mun það hafa verið á stöku stað. En aðalfjár-
mennskan var þó að vetrinum eins og enn. Var
þá fje viða beitt, þegar hagar voru. Fórufjármenn
til húsanna fyrir dag, þegar veður var gott, til að
gefa, svo að fjeð væri búið að jeta, þá er birta færi.
Síðan var það látið út um fullbirtu, og stóð fjármað-
urinn yfir fram í rökkur og stundum jafnvel fram-
undir dagsetur. Að því búnu var kvöldgjöfin gefin
■og kom fjármaðurinn opt ekki heim fyrr en eptir
•dagsetur og það stundum nokkuð löngu. Það heyrði
jeg gamla menn segja, að fjármenn þá á tímum væri
skuggi einn af fjármönnum fyrri tímanna, þegar þeir
voru að alast upp. Þá hefði aðfarirnar og dugnað-
urinn verið allt annar. Þá hefði verið siður, að