Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 204
204
standa miklu meira yflr, og þó að snjóþyngsli væri,.
hefði fjeð verið látið út, og fjármaðurinn mokað of-
an af fyrir þvi. Hvort þeir hafl sagt þetta af óá-
nægju með nútimann, og af löngun að lofa liðinn
tíma, eins og opt á sjer stað með gamla menn, sem
einatt sjá hið liðna í ljóma æskunnar, eða svo heflr
verið í raun og veru, skal jeg ósagt láta; hvort-
tveggja getur verið; en það er vist, að hvorki sauð-
íje nje hrossum er hjer á suðurlandi sýnd nú önnur
eins harðneskjumeðferð eins og var fyrir 50—60 ár-
um; þá var t. d. á mjög fáum bæjum, eptir þvísem
gamlir menn hafa sagt mjer, hesthús á Kjalarnesi,
og á sumum stöðum í Kjós, og á Kjalarnesi var þá
títt, að hús fullorðins fjár voru jötu- eða garðalaus,.
og ijenu, þá sjaldan i það var snarað, gefið ágadd,
o: geflð úti og ofan í snjóinn. Voru þá húsin venju-
legast látin standa opin, svo að fjeð gat gengið út
og inn eins og það vildi, skroppið inn í illviðrum og
hriðum, og út undir eins og upp stytti og veður-
batnaði. Ekki man jeg til þess, að fje væri þrifið
með íburði eða baðað, nema hvað stöku menn báru
hjer i lömb sin að vori, áður en þau voru rekin á
ijall, eðalúsasalve svo kallað að haustinu. Skepnu-
höld voru þá opt slæm að vorinu, enda urðu skepn-
urnar þá opt magrar, ekki að eins hestarnir, sem
of víða voru látnir berjast úti á gaddinum og hima
undir húsveggjum, steinum og vörðum, meðan nokk-
ur von var til, að þeir gætu lifað á þann hátt, og
stundum jafnvel látnir eiga sig, þangað til þeir ultu
út af, heldur og einnig sauðfje, og munu fá vor hafa
liðið svo, að ekki hafi í hverri sveit eitthvað »hrófl-
azt af« eða »hrokkið upp af«, eins og þá var að
orði komizt um horfellinn. Var opt hin mesta
tímatöf og fyrirhöfn að reisa horskjáturnar, og hafa