Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 205
205
'vakandi auga á öllum þeim mörgu »uppdráttar-
'skepnum«, svo var horfjenaðurinn þá kallaður, sem
hímdu og eigruðu, lygnandi augunum, of rænulaus-
•ar og of veikar til að gleðjast af unaði vorsins og
hressast af grængresinu; slíkum fjenaði gat hið
minnsta keldudrag, aurbleyta eða hnjótur orðið að
bana, ef ekki var strax mannhjálp við höndina til
að reisa þær; en krummi ekki seinn á sjer að hirða
augun, þegar skepnan gat ekki risið. Var eins og
hann vildi sýna mönnunum, að augun væri nú hið
eina nýtilega eptir á beinagrindum þessum. Þá
mátti opt sjá ullarflyksurnar dragast langar leiðir og
flettast af, og kroppana bera eptir, eins og manns-
hörund. Var það hörmuleg sjón, að sjá þessa nöktu,
horuðu aumingja standa í keng í vornæðingunum,
hvar sem þeir fundu afdrep; en margra alda vani
hafði gjört menn tilfínningarlitla fyrir þessu. Eptir
Sigurði »trölla«, sem jeg hefi áður nefnt, er var
hinn mesti skepnukvalari, var það t. d. haft, þegar
fullorðnu sauðirnir hans voru að velta út af hor-
dauðir: »Þegar þessir setja upp tærnar, þá get jeg
hlegið«, og voru því miður honum allt of margir
líkir að tilfinningarleysi.
Sumstaðar voru kýr hvergi nærri vel fóðraðar;
man jeg eptir þeim bæjum, sem ár eptir ár var
orðið heylaust á fyrir kýr svo að kalla á sumar-
málum eða aflíðandi þeim; var þá verið að reyta
poka og poka af heyi, þar sem það fjekkst, safna
kjarna, berja þorskhöfðabein og rífa hrís, þar sem
þess var kostur, til að gefa þeim með útbeitinni á
sinunni, og má furða heita, að menn skyldu aldrei
vilja losast við þá búmannsraun, að eiga fóðurlaus-
ar og gagnslitlar skepnur, sem þó er vissulega eigi
minnsta eða ljettbærasta raunin; en almennt var