Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 208
208
saman peysubolina og yfir höfuð stór föt, og þótti
'vel gert, ef tveir luku við peysubolinn á dag, og
varð það því að eins, að lengi væri vakað. Var þá
ætíð vakað eptir sjöstjörnunni og víða svo lengi, að
jeg er viss um, að eigi hefir verið sofið meira en 6
klukkustundir í sólarhring á mörgum stöðum á vetr-
um. Fyrir jólin var venjulega farið í kaupstaðinn
með prjónlesið, en það áður þvegið, þæft og trje-
dregið. Var að prjónlesvinnunni hinn mest hagur.
Man jeg t. d. eptir manni einum, Einari nokkrum
Böðvarssyni á Breiðsstöðum í Sauðárhreppi. Hann
var bláfátækur barnamaður, en aflaði vetrarforða
handa sjer og hinni miklu fjölskyldu sinni á þann
hátt, að hann fjekk ull lánaða hjá kaupmönnum að
haustinu og vann i prjónles, borgaði svo ullina með
prjónlesinu og tók mat fyrir afganginn; vann hann
þannig fyrir sjer og hinni miklu fjölskyldu sinni ár
eptir ár, enda var bæði sjálfur hann, konan og
börnin aldrei óvinnandi. Eptir jól var farið að ,
prjóna nærbuxur, nærpeysur, kvennpeysur, sokka-
plögg og vettlinga, og svo að vinna í vaðmál. Var
enginn maður, ungur nje gamall, óvinnandi, þegar
hann var inni við. Optast kembdu karlmenn, þegar
þeir prjónuðu eigi; sumir kunnu og að spinna, en
þó var það eigi eins almenn karlmannavinna eins
og prjónaskapurinn. Eigi man jeg eptir, að spunnið
væri á snældu, en gamalt fólk hafði í uppvexti mín-
■um mikið að segja af lyppulárnum og spunasnæld-
unni, sem tíðkazt hafði í uppvexti þeirra. A helg-
um ófu kvennmenn sokkabönd, styttubönd, axla-
bönd og saumuðu rósir í kvennvettlinga. Stúlkur
eða konur, sem vel voru að sjer, knippluðu, flosuðu,
baldíruðu og ófu glitáklæði á söðla. Knipplingarnir
voru hafðir á upphluti, eins og sagt hefir verið, en