Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 209
209
flosið á sessur. Þeir, sem smiðir voru, smíðuðu opt
að vetrinum hrífur, orf, kláfa, hestajárn, ljái og mörg
önnur búsáhöld, og held jeg, að þá hafi fullt svo
margir verið búhagir sem nú. Við sjóinn var þá
hampur unninn mjög bæði í hrokkelsanet, þorska-
net og ýmislegt annað, og tíðkaðist hampvinnan
einkum á suðurlandi, að því sem mjer hefir sagt ver-
ið. Að vorinu kom vallarvinnan; var áburðurinn,
þegar hann fór að harðna, mulinn með kvíslum og
síðan barinn með klárum, og túnin að því búnu aus-
in, en þvi var svo háttað, að áburðurinn var bor-
inn út í trogum og dreift út með hendinni þannig,
að hendinni var stungið ofan í áburðinn og honum
svo dreift út með handarbakinu. Var þetta helzt
gert, þegar lvgnt var og deyfa. En 'áður en gras
fór verulega að spretta, voru túnin hreinsuð, enþað
var í því fólgið, að áburði þeim, sem ekki gekk of-
an í rótina, var rakað saman í hrúgur, og þær
síðan bornar af, sem kallað var, o: bornar í hauga
út fyrir túnið eða á túninu. Var þetta allmikið verk
og gekk opt seint, en varð þó að gerast, áður en
gras tók að spretta. Því er haft eptir prestinum,
þegar hann einhverju sinni kom út úr kirkjunni
heima hjá sjer eptir messu á vordegi, setti hönd
fyrir auga, og sá hvað orðið var framorðið: »ham-
ingjan hjálpi mjer, komið fullt nón og ekki borin
af ein hrúga í dag«. Að bera af, gerðu helzt börn
og unglingar, einkum á næturnar, er þeir vöktu yfir
vellinum; en opt varð lítið ágengt, einkum þegar
veður var gott; vornóttin er fögur nyrðra í blíðviðr-
um. Sólin flýtur þá ljómandi með hafsbrúninni og
kastar frá sjer rauðum bjarma, sem gyllir hlíð og
hól, en daggperlurnar glitra á hverju strái, svo að
jörðin sýnist öll skínandi gullofin perlubreiða; lág-
u