Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 210
210
nættið er þögult og rótt, en með aptureldingunni
kvikar allt af fuglahljóm á sjó og landi, og dvelur
þessi dýrð vornæturinnar einattvinnu fyrir ungling-
um, sem raunar hafa líka nóg að gera, að passa
ærnar, sem með aptureldingunni fara að læðast heim
i túnið frá stekknum.
Þegar vallarvinnunni var lokið, komu grasaferð-
irnar. Sumstaðar, einkum fram til sveita, var farið
til grasa fram á heiðar og legið þar við tjöid, og
gengið frá þeim til grasanna. Voru þá opt margir
saman, karlar og konur, og rjeð einn fyrir flokkn-
um, og kallaðist hann »grasaforingi«. Voru menn
opt í ferðum þessum 2 til 3 vikur, þangað til heim
var komið. Sumstaðar gengu menn til grasanna að
heiman, einkum þeir sem bjuggu við fjallgarða. Bezt
grasaveður voru hægar vætur eða þokur, en varlega
varð að fara í þokunum, því að ef stúlka villtist frá
hópnum, einkum ef hún var ung og fríð, var hætt
við, að huldumaðurinn eða útilegumuðurinn hitti
hana, en það þótti áhætta. Þegar þurkar gengu,
voru menn við grasatekjuna að nóttunni, því að þá
er venjulega döggfall að vorinu, en grösin sjást
miklu betur og eru lausari, þegar jörðin er vot. í
þurkum skreppa þau saman og eins og hverfa niður
i jörðina.
Þegar grasaferðum, skreiðarferðum og kaupstaðar-
ferðum var lokið, búið var að rýja fje, reka það
á fjöll og færa ánum frá, sitja lömbin heima — þau
voru hept á daginn í yfirsetunni með ullarhöptum,
en höptin tekin af þeim, þá er búið var að láta þau
inn á kvöldin, — og reka þau til fjalls, þá fór nú
slátturinn að byrja. En áður voru þó kolin brennd.
Fóru menn opt langar leiðir að rífa hrís til kola,
því að hvergi er skógur í Skagafirðinum, og var