Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 212
212
að gjöra dálitlar jarðabætur, svo sem að sljetta tún,
girða þau á sumum stöðum, byggja nátthaga, stunda
vatnsveitingar, og það mikið i sumum sveitum, t. d.
í Fljótshlíð; að jeg ekki tali um garðyrkjuna, sem
heita má að árlega fleygi fram á suðurlandi. Aburð
hagnýta menn mikið betur, t. d. með því að hafa
færikvíar, láta ærnar liggja inni í húsum á sumrin,
og bera mold eða ýmislegt rusl í húsin og moka þau
svo, og safnast við það mikill áburður. Sauðatað
mun miklu víðar haft til áburðar en áður og mór
meira hafður til eldsneytis, en þó má segja, að bún-
aðarframfarirnar sjeu að eins lítilfjörleg byrjun til
þess, sem vera ætti, en það er, að öll tún á landinu
væru sljett og girt og að landbóndinn hugsaði eigi
til annarar atvinnu en þeirrar að stunda jörðina
sina, bæta hana sem mest og gjöra sjer búnaðinn
sem arðsamastan og hægastan.
Hlunnindi öll munu nú miklu betur notuð og hirt
en áður, t. d. æðarvarp, sem víða hefir stórum auk-
izt, laxveiðar, sem stundaðar eru víðast hvar með
kappi miklu og sumstaðar meira en góðu hófi gegnir
fyrir framtíðarendinguna; rjúpnaveiði er í sumum
sveitum, einkum á suðurlandi, orðinn talsverður at-
vinnuvegur, því að fáir eru þeir klaufar eða þau
vesalmenni, að þeir geti ekki ráðið niðurlögum hinn-
ar meinlausu og spöku rjúpu. Þá eru fiskiveiðar
stundaðar með meiri áhuga og betri útbúnaði en áð-
ur var; það er nú engin hætta framar, að fleytan
fari á hliðina, þó blautu sjóvettlingarnir sjeu lagðir á
borðstokkinn, og eigi eiga menn nú lengur eingöngu líf
sitt undir því, að handleggirnir endist og árarnar þoli,
ef andviðri mætir; en farnir eru menn að takaeptir
því, að of sett muni vera á sum fiskimiðin, t. d. við
Faxaflóa og sumstaðar á Austfjörðum, eða að ekki