Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 214
214
ur sjaldgæft orðið, að kindurnar dragi reifin eptir
sjer að vorinu, eða að heyra menn segja, þó rign-
ingarskvettur komi á nýrúið fje: »nú held jeg beru
kroppunum mínum kólni í nótt«, »ætli að gemlinga-
skollarnir krókni ekki í þessu bannsettu illviðri«?
Menn eru nú einnig meira en áður farnir að taka
eptir gagnsmunum af sauðfjenaði, mæla mjólk úr
kúm og ám á sumum stöðum og bera saman frálag
skepna þeirra, sem vel er farið með, við frálag ann-
ara, sem miður eru haldnar, og sjá sumir hverjir, að
góð meðferð heflr miklu meiri þýðingu en höfðatal-
an ein; og þó þetta sje enn eigi orðið eins almennt
og vera ætti, er vonandi, að það fari smámsaman
i vöxt og munu búfræðingarnir, sem hvað af hverju
mega heita »á annari hvorri þúfu«, smámsaman láta
slíkt til sín taka.
Um vinnubrögðin fyrr og nú eru skoðanir
manna vafalaust nokkuð skiptar. En það má þó
telja framför, að vinnuáhöld mörg eru að mun betri
en áður. Allir þekkja, hver munur er að slá með
skozku ljáunum eða gömlu ijáunum íslenzku vel-
flestum, að jeg ekki tali um muninn, meðan ljáböndin
og ljáfleygarnir voru. Það er ýkjulaust, að með
skozku ljáunum er töluvert meira verk af hendi
innt. Eitthvað er hægra að vinna að jarðyrkju með
stálskóflunum, kvislunum og ristuspöðunum, sem nú
eru orðin algeng verkfæri, en með rekum, pálum og
torfljáum, sem áður voru hin einu verkfæri til slíkra
starfa. Þá er vinnusparnaðurinn ekki lítill að sauma-
maskínunum, sem nú eru komnar á velflest heimili,
enda þykist nú naumast nokkur kvennmaður geta
saumað, nema hún hafi maskínu í höndum. Astöku
stöðum eru og prjónamaskínur og á einum stað kemb-
ingarvjel allmikil, og mundu þessar framfarir þó, eigi