Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 215
215
sjeu ýkjamiklar, hafa þótt fyrirsögn hin mesta og
jafnvel ótrúlegar fyrir 40 árum. Vefnaður allur og
vefnaðarvinna er, eins og sagt hefir verið, miklu ásjá-
legri, margbreyttari og fínni en áður var; en hins
verður líka að geta, að miklu minna er nú að til-
tölu unnið af tóvinnu. Prjónlesvinna öll er svo að
kalla hætt; margfalt meira fataefni keypt og einnig
nýlega farið að kaupa vefjargarn allmikið frá út-
löndum; hampvinna má nálega heita lögð niður við
sjóinn, en í staðinn keypt netagarn og annar unn-
inn hampur. Að vísu munu handverksmenn nú bet-
ur menntir í iðn sinni en áður var og af þeim hinn
mesti sægur í samanburði við fólksfjöldann, svo sem
járnsmiðir, húsasmiðir, skósmiðir, gullsmiðir o. s. frv.,
en sá er gallinn á, að á seinni árum hefir vinna
mikið minnkað fyrir handverksmenn. Trjáviður mik-
ill flyzt nú unninn frá útlöndum og margt hið sama
afjárnsmiði; jafnvel hestajárn og skeifunaglar, sem
allt var smíðað áður í landinu sjálfu, kemur nú ná-
lega allt smíðað til landsius, og margt fleira kaupa
nú landsmenn, sem þeir áður gjörðu sjálflr, svo að
vel var við sæmandi. Karlmenn eru nú víðast hættir
að prjóna — flestir kunna það nú alls eigi —, og yfir
höfuð við flesta ullarvinnu. Er nú eins og ungir
menn ætli sjer jafnvel vansæmd í, að læra innivinnu
aðra en vefnað, hrosshársspuna og á sumum stöðum
kembingu. Það er einnig víst, að kapp við alla inni-
viunu er miklu minna, en þegar jeg fór fyrst að
taka eptir, og auk þess er svefntíminn langt um
lengri árið um kring; en þess ber líka að gæta, að
miklu meiri tími fyrir kvennfóiki gengur nú til
hreinlætis, svo sem gólfþvotta, fataþvotta, að sópa
og ræsta herbergi og halda alls konar matarílátum
hreinum.