Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 218
218
•en samt voru þá ekki kaupstaðarskuldirnar, Að
skulda þá 20 rd. í búð, þótti hin mesta óhæfa
og voði mikill fyrir afkomuna, en úttektin var þá
heldur ekki mikil móti því sem nú er orðið. Það sem
tekið var, var lítilræði af kaffl, en þó enn minna af
sykri, kornmatur, þó margfalt minni en nú, járn,
kol, salt, tóbak og trjáviður, og þá má ekki gleyma
brennivíninu; af því var víðast tekið mest að sínu
leyti, enda var þá sopinn ekki sjerlega dýr, 14—16
skildinga potturinn, ekki nema rúmlega hálft ullar-
pund. Þá þreyttust nú ekki konurnar á kramkaup-
unum. Ein eða tvenn bollapör voru tekin á ári; einn
eða tveir diskar, ein skál, ekki samt nærri alstaðar
til þess að þvo sjer úr, heldur til að ljá hana í veizl-
urnar undir bankabyggsgrautinn eða til að láta prest-
inn borða úr henni, þegar hann kom að húsvitja,
skíra eða 1 önnur erindi. Það voru ekki svo litil
hefðarheimili, sem áttu hnífapör, og þá venjulega
fá, tvenn eða þrenn, en, eins og geíur að skilja, þurfti
ekki slika gripi optar að kaupa en einu sinni eða
mest tvisvar 1 búskapnum, því að ekki var slíku
flíkað hversdagslega. Ljerept, ljereptsklútar, tvinni,
hnappar og annað þess háttar var keypt svo lítið,
sem framast mátti verða, og sárlítið var keypt áf
fataefni. Menn gjörðu sig optast ánægða með
innlent fataefni, eins yzt sem innst, og það opt eins
heldri mennnirnir og almúginn, og hefir nokkuð verið
Á þetta minnzt áður. Hnappa gjörðu menn úr tini
og tölur úr beini, krókapör beygði nálega hver mað-
ur; kostaði tylptin, ef seld var, af hnöppum og töl-
um venjulega 12 sk., en krókakerflð 8 sk. Varþetta
mjög endingargott. Silkiklúta keyptu karlar og kon-
ur, en svo var vel með farið, að sjaldan þurfti að
kaupa; en þó gáfu efnaðir feður dætrum sínum opt
I