Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 219
219
•silkiklút, og var það mest til að láta sjá, að þær væri
•af heldri sortinni.
í kaupstað var þá farið miklu sjaldnar en nú
tíðkast, tvisvar og mest þrisvar á ári, þeir sem stutt
áttu, en sjaldnar þeir er lengra voru að. Mikið þótti
þá til kaupmannanna, koma, og kepptust heldri bænd-
ur eptir, að vingast við þá. Að vera boðinn inn i
«tofuna til kaupmannsins, að jeg ekki tali um, að fá
að borða með honum, þótti enginn smár heiður. Þetta
vissu kaupmenn, eins og hitt, að alþýðu var í þeli
niðri við þá miður hlýtt; þeir stunduðu því að eiga
með sjer efnabændurna og heldri menn í hverri
sveit, svo sem prestana og hreppstjórana, og höfðu
nóg ráð til þess, t. d. að gefa konunni silkiklút að
skilnaði, þegar hún kom í kaupstaðinn, að gefa bónd-
anum á ferðapelann, sem opt var nokkurra potta
kútur, og að »leggja í lófann á helztu mönnunum
nokkra skildinga í kaupbæti«, sem enginn átti þó
að vita af.
Þá var einn ljótur siður, er nú er, sem betur
fer, lagður niður, en það voru hinar sífelldu staupa-
gjafir og staupasníkjur í búðinni. Tvö staupin voru
'sjálfsögð, innlagningar- og úttektarstaup, og svo
margar og margar aukagetur, eptir því fleiri og meiri,
sem kaupmaðurinn var örlátari og þiggjandinn að-
sæknari og eptirgangsmeiri. Væri kaupmaðurinn
beðinn sjálfur, var venjulegast að segja: »ætlið þjer
•ekki að gefa mjer »snaps«, kaupmaður góður«; en
■danskan fór af, þegar átt var við búðardrenginn og
húsbóndinn var hvergi nærri. Þávarnú látið nægja
•að segja: »láttu mig fá staup«, og ef bið varð á því
lengur en góðu hófi gegndi: »ætlarðu ekki að láta
mig fá staup, strákur?« Helzt voru það auðvitað menn
af lakara taginu, sem báðu um »snapsinn«, en þö