Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 220
220
mátti því miður heyra góða bændur auðvirða sig svor
einkum er þeir voru orðnir hreyfir. Þetta var siður,
sem fáir höfðu hugmynd um, að væri lúalegasti
óvani. Þeir sem bjuggu næstir kaupstaðnum fóru
margir svo að kalla daglega haust og vetur, þá er
ekkert sjerlegt var við að vinna heima, ofan i kaup-
staðinn, og hímdu þar mikið af deginum inni í búð-
inni fyrir framan borðið, liggjandi fram á handlegg-
ina á borðinu, mænandi vonar- og bænaraugum til
brennivínstunnunnar á stokkunum. Voru þeir lík-
astir kindum á garða, sem mæna til fjármannsins,.
er hann kemur með heyið fram úr tóptardyrunuim
Upp úr þessu höfðu menn venjulega svo marga
»snapsa«, að þeir gátu komið heim til konu og
barna sætkenndir að kvöldinu, þar sem optast beið>
þeirra þá eymd örbirgðarinnar og ónotin. Þetta sá
jeg þráfaldlega i kaupstöðunum fyrirnorðan, Hofsós.
og Grafarós, og sama mátti sjá á landlegudögunum
á haustin í Reykjavík fyrir 30 árum. Hversu mikil
hindrun fyrir allri sannri mannslund staupasníkjurn-
ar voru, getur enginn gizkað á; ófögnuður þessi er
nú horfinn, en annar engu betri kominn aptur, en
það eru hinar afarmiklu kaupstaðarskuldir, sem opt
safnast mest i góðærinu. Að koma fram fyrir skipta-
vin sinn, kaupmanninn, sem bónbjargamaður einn
sinni í mánuði eða ef til vill miklu optar, og gefa
þá loforð nauðugur og viljugur, sem stundum er
jafnfljótt verið að bregða sem að gefa, hlýtur mjög
að spilla hugsunarhættinum og drepa niður sjálfstil-
finningunni.
Innanlands-verzlunin var miklu meiri áður en
nú. Sjávar- og sveitamenn höfðu þá stöðug viðskipti,.
sem nú eru að mestu leyti horfln. Verzlunarvara
sjávarmannsins var fiskurinn, þorskhöfuðin, lýsið og