Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 222
222
með lax og ijúpu, sem jeg ætla að gjörsamlega hafí
verið ókunnugt fyrir 40 Arum, og alls eigi heyrði
jeg talað um nein verzlunarfjelög í uppvexti mínunx
eða samtök með bændum til að bæta verzlunarhag
sinn, enda ætla jeg, að það mundi hafa þótt fyrir
og um miðja þessa öld skrítið, ef bændur hefðu tekið
upp á því, að þykjast hafa betur vit á en kaup-
mennirnir sjálfir, hvað happasælast væri í verzlun-
arsökum. Það var fyrst, þegar verzlunarfrelsið kom,
o: fullkomið verzlunarfrelsi, að almenningur fór svo-
lítið að skilja, að hann mætti þó vera dálítið með
að hugsa og tala um slík efni. Þá fóru bændur
nyrðra, milli 1850-—1860, að reyna til að »spenna upp«
ullina, sem kallað var, með þvi að bindast samtök-
uæ að verzla við þann, sem mest byði fyrir hana.
Þegarþess ergætt, hversu mikið almenningur reynir
nú að bæta verzlunarhag sinn, hversu kaupmenn
eru orðnir mannúðlegir og viðskiptisgóðir við æðri
og lægri, móts við það er áður var, og hversu hægt;
nú er orðið til verzlunar viða, með því að kaup-
túnum hefir svo mjög fjölgað og að verzla má nú að-
iniklu leyti hvar sem vill, þá sjest á þessu, eins og
mörgu öðru, að breytingin er eigi lítil. En eitt stend-
ur í stað eða að minnsta kosti batnar ekki, og það'
er hin miður góða vöndun á vörum Islendinga.
Menntun.
Það var öldin önnur fyrir 40 árum með alþýðu-
menntunina en núna, þar sem allt úir og grúir af
skólum og kennurum. Auk þriggja æðri skólanna
eru gagnfræðaskólarnir 2, kvennaskólarnir 4, búnað-
arskólar 4, sjómannaskóli 1 og verzlunarskóli 1, en
barnaskólar veit jeg eigi, hversu margir eru, og um-
gangskennarar fara hópum saman, sem »logi yfir ak-