Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 224
224
ast í fróðleik, eða fóru að leggja það í vana sinn
að lesa bækur; en öllu verra þótti þó, ef kvennfólk
tók upp á slíkum óvanda. Þá var haldið, að betra
væri að taka lykkju á vettlingnum, eða að prjóna
sokkinn sinn, en að sitja við slíkt. En svo er því
háttað, að menn fýkjast hvað mest eptir því, sem
þeim er fyrirmunað. Margur unglingur lærði þá
að »draga til stafs,« sem kallað var, svo að kalla á
laun við foreldra og húsbændur, skar sjer fjaðra-
penna, reitti sjer saman snepla af gömlum sendi-
brjefum, til þess að skrifa á, og svo hjálpaði ein-
hver góðfús náungi t. d. presturinn um stafl, til að
skrifa eptir, en kálfsblóð var opt fyrsta blekið. A
þennan hátt varð margur allvel skrifandi, þegar elju
og áhuga brast eigi. En erfiðara varð að komast
yfir reikninginn; þó þekkti jeg í uppvexti mínum
þá menn, sem lært höfðu reikning mjög tilsagnarlít-
ið, enda var það, satt bezt að segja, að margir
prestar voru fyrrum lúsir, eigi síður en nú, að leið-
beina námfúsum unglingum í slíku. Þó almenning-
ur hefði lítið álit á menntun yfir höfuð, voru þó
margar undantekningar. Greindir foreldar, sem áttu
efnileg börn, ljetu sumir hverjir kenna börnum sín-
um skript og reikning, og varð þá venjulega að
fara til prestsins, því að slíkan fróðleik gátu þá sjald-
an aðrir kennt. Stöku almúgamenn lærðu og
■dönsku; en það var eptirtektarvert, að þeir, sem á
annað borð menntuðust nokkuð til muna, fengu opt
töluverða þekkingu. I hrepp þeim, er jeg ólst upp
í, voru vist 3 bændur, sem, auk þess að kunna vel
skript og reikning, skildu og dönsku, og vissi jeg
um einn þeirra, eptir að jeg kom í skóla, Sölfa
Guðmundsson á Sjávarborg, að hann átti og las mik-
ið af dönskum bókum, og voru jafnvel sumar sjald-