Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 225
225
gæfar hjá lærðum mönnum, t. d. veraldarsaga
Beckers. Hversu margir karlmenn hafi kunnað að
skrifa nyrðra milli 1840 og 1850, get jeg með engri
vissu sagt, en tel óefað, að þeir hafi verið allmarg-
ir, sjálfsagt meira en heimingur, en miklu færri
kunnu reikning og fáir dönsku. KVennfólk kunni
fátt skript, en að eins einn alþýðukvennmann þekkti
jeg, sem kunni reikning og las og skildi vel dönsku,
og var ástandið, eins og sjeð verður af því, er sagt
hefir verið, töluvert á annan hátt en nú á tímum;
nálega hverjum manni, karli og konu, er nú skylt
að læra skript og reikning, og margir læra auk þess
eitthvað meira, svo sem dönsku, ensku, landafræði,
rjettritun o. s. frv., og eru það allmiklar framfarir
frá því er áður var.
Bækur voru þá fremur fáar aðrar en sögurnar
gömlu, Noregskonunga-sögur og svo nokkrar ís-
lendinga-sögur; voru þær á mörgum heimilum lesn-
ar á vetrum og þótti hin bezta skemmtun að; að
vísu var þá Ármann á alþingi, Fjölnir og Nýju Fje-
legsritin komin, en almennt voru þau eigi lesin af
alþýðu. Það var að eins stöku maður, sem las þær
bækur, og þá að eins fyrir sjálfan sig. Ármann
var sú eina bókin, sem jeg vissi til, að upphátt var
lesin til skemmtunar. En þá var því meir lesið af
rímunum, sem kveðnar voru víðast hvar á vetrar-
kvöldin. Voru það t. d. Númarímur, Svoldarrímur,
Ulfarsrímur, Þórðarrímur, Þorsteinsrímur, og margar
og margar fleiri, sem óþarft er að telja. Víða var
einhver á heimilinu, sem kveðið gat, eða menn fengu
þá mann af næsta bæ til að kveða kvöld og kvöld.
Stöku menn, er vel þóttu kveða, fóru um tímum
saman á veturna með stóreflis-rímnabagga, og
voru opt nálægt viku á bæ til þess að kveða.
16