Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 228
228
í draumum, og sumir þóttust vakaudi hafa verið
nálega heillaðir af huldufólkinu, en allt af kom eitt-
hvað það fyrir, að huldustúlkan gat eigi náð til sín
unga og fallega piltinum, sem henni leizt svo vei á,
eða huldumaðurinn fríðu stúlkunni, sem hann þó
elskaði svo heitt. Þannig var huldufólks-trúin í
uppvexti mínum. Jeg man eptir mörgum huldufólks-
sögum, sem gamall maður, Pjetur Eyjólfsson, fæddur
og upp alinn á Rein i Hegranesi, sagði okkur börn-
unum. Móðir hans hafði mikinn kunningsskap við
huldufólkið, sem fullt var af í borgunum kring um
bæinn, einkum þó við eina konu, sem bjó mjög ná-
lægt. Á gamlaárskvöld flytur huldufólkið; þá er allt
á ferð og flugi, og sje einhver þá svo heppinn, að
sjá eitthvað af farangrinum, þá er verið er að bera
hann út úr steinunum og hólunum, og geti þá hand-
leikið það, snertir það ekki við því framar, og er
sagt, að ýmsir hafi fengið góða muni á þann hátt,
því að allt er svo vænt, sem huldufólkið á. Pjetur
sagði, að móðir sín hefði á hverju gamlaárskvöldi,
gengið í kring um bæinn og sagt: »komi þeir sem
koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mjer og mínum
að meinalausu,* og voru það kveðjur til þeirra, sem
komu og fóru. Að því búnu setti hún snældusnúð
með kerti í klettaskoru hjá vinkonu sinni — hún
flutti sig aldrei, þær voru svoddan aldavinur —, en
að morgni var kertið horfið. Nú víkur sögunni til
Pjeturs. Það var einhverju sinni á einmánuði, er
bann var drengur um fermingu, að hann sat inni á
rúminu sínu i pallbaðstofunni í Rein í rökkrinu, um
það leyti er móðir hans var vön að skamta kvöld-
matinn, en allir voru nú úti við. Allt í einu sá hann
móður sína koma inn að pallstokknum, leggja hand-
leggina upp á stokkinn og líta niður fyrir sig.