Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 229
229
Þarna stóð hún litla stund og sneri síðan út. Hann
hjelt nú, að hún raundi hafa ætlað, að biðja sig að
bera inn askana, en ekki sjeð sig, því að töluvert
var farið að dimma. Hann stóð því upp og gekk
út á eptir; sá hann þá, að móðir hans gekk fram
bæjardyrnar og út á hlaðið, en hann hjelt á eptir.
En er hann kom út, var hún að ganga suður fyrir
bæinn í þá átt, sem vinkona hennar bjó. Vildi hann
nú vita, hvað um móður sina yrði og gekk því á
eptir henni. En er hann kom suður fyrir bæinn,
var allt i einu þrifið i herðar honum og sagt um
leið: »því gjörirþú mjer þetta, vinkona!« og var þar
þá komin móðir hans, en, sú sem honum virtist vera
móðir sin, hvarf þá allt í einu. Nóttina eptir
dreymdi hann, að kona kæmi að rúminu til hans og
og segði: »ekki auðnaðist mjer, aðþú kæmir tilmin,
en eigðu samt það, sem jeg læt undir höfuðið á
þjer«, og voru þar um morguninn, er hann vaknaði,
nýir, mosalitaðir vettlingar, hin mestu þing, og átti
hann þá lengi síðan. Margar slíkar sögur bæði um
sig og aðra sagði Pjetur okkur, enda mun huldu-
fólkstrúin, að minnsta kosti í uppvexti hans, hafa
verið einna mest í Hegranesinu. Þar er landslagi
svo háttað, að þar eru ásar og klettaborgir, og dal-
ir og dældir viða á milli, en slikt land er huldufólki
einkar-byggilegt. En þó flestum kæmi saman um,
að mikil væri huldufólks-byggðin i Hegranesinu,
voru menn þó eigi ávallt á eitt sáttir um það,
hversu huldu-bæirnir væri þar margir. Þá sögu
hevrði jeg ungur, að tvær kerlingar hefðu átt að
deila um tölu huldufólks-bæjanna í Nesinu. Stað-
hæfði önnur, að þeir væri 13, en hin kvað það engu
gegna, þeir væri 15, og hvorki fleiri nje færri.
Onnur hjet Björg, hin fótalanga að auknefni; er frá