Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 231
231
frá; en einna minnisstæðust eru mjer þó afdrif
Skinnpilsu, er jeg heyrði Níels skálda segja. Hún
var að gjöra óspektir og glettingar hingað og þang-
að framan til í Skagafirðinum, og var þá Níels loks-
ins fenginn, til þess að koma henni fyrir, því að
bjargvættur þótti hann hinn mesti í þeim efnum.
Fór hann nú á bæ þann — mig minnir helzt að
hann væri fram í Blönduhlíð —, er Skinnpilsa var
þá að ónáða, og settist þar að. Þá hina fyrstu nótt,
er Níels var þar, gjörði Skinnpilsa alls eigi vartvið
sig, og þótti það nýlunda. Níels var þar aðra nótt
og kom þá Skinnpilsa að vísu, en gjörði ekkert af
sjer. Daginn eptir i rökkrinu var Níels að mala
fram í bæjardyrum, og veit hann þá eigi fyrr til
en að Skinnpilsa er komin inn hjá honum, og inn
í göngin og glennir skjáina all-ófrýnilega framan 1
hann. Fór Níels þá til móts við hana, en þess vildi
hún ekki bíða og fer út um vegginn. Það þorði
Níels ekki að leika eptir henni, en hljóp út bæjar-
dyrnar, og er út á hlaðið kom, gryllti hann Skinn-
pilsu út og niður í mýrinni, kallaði til hennar og
bauð henni að bíða sín, og varð hún að gjöra það,
þó nauðugt væri. Fóru svo leikar milli þeirra, að
hann kom Skinnpilsu þar fyrir í mýrinni. Kvaðst
hann hafa lagt mikinn varnað á, að eigi væri rist
þar og kvað þá mundu vel hlýða. A kviabói kom
jeg 14 eða 15 ára gamall á næsta bæ; þar stóð hús-
freyja með vinnukonu sinni yfir á fyrir utan kvía-
vegginn, og virtist mjer ærin dauð eða því nær.
Hafði hún fengið flog allt í einu og dottið niðurmeð
froðufalli, og var orsökin sú, að maður, er Þorgeirs-
boii fylgdi, fór um veginn. Höfðu þær milli sín
sokkaband og lögðu í lykkju yfir ánni á ýmsa vegu,
og er það i það eina sinn, sem jeg hefi sjeð svo