Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 238
238
pyttlunni, en kvennfólk hafði og stundum pela upp á
vasann, ýmist með mjöð eða brennivíni i. Mátti sjá
þær hnippa í karlmennina og kalla þá afsíðis, til
þess að gefa þeim að súpa á pelanum, og sögðu þeir,.
sem sáu ofsjónum yíir slíku, að helzt mundu þeir-
verða fyrir þessu, er stúlkunum litist á. Allt í einu
mátti sjá þyrpingu á einhverjum stað, annaðhvort
inni i almenningnum eða þá fyrir utan hann, og
svipur á lopti, og sífellt stækkaði þyrpingin, en hark
og háreysti jókst. Nú fer þyrpinguna að reiða til
og frá, og mátti þá eiga víst, að byrjuð voru áflog
með drukknum mönnum, en sumir vildu skakka leik-
inn. Jeg var opt í uppvexti mínum við rjettir, og
man jeg optast nær, ef ekki allt af, eptir áflogum;
en slikt hið sama mun og hafa tíðkazt víðar en i
Skagaflrðinum. Maður nokkur, nú aldurhniginn, var
einhverju sinni að lýsa fyrir mjer rjettalífinu í Skapt-
holtsrjett eystra og endaði frásögu sína með þessum
orðum: »þar mátti nú sjá margan bláan kjamma«.
Eigi voru það að eins karlmennirnir, sem drukku,
heldur og sumt kvennfólk, þó það mætti heita und-
antekningar. Hefi jeg í rjettum sjeð kvennmann svo
drukkinn, að hún gat eigi staðið, en datt hvað eptir
annað niður í bleytuna og stamaði því einu út, er
hún stóð upp: »skyldi jeg ekki þurfa að þvo, þegar
jeg kem í Keflavík«, en svo hjet heimili hennar.
Þá má og telja veizlurnar til skemmtunar, en
það voru brúðkaupsveizlur, erfidrykkjur og skírnar-
veizlur stöku sinnum. I veizlunum má ekki gleyma
háborðinu, sem.var fyrir innra gafli í veizluhúsinu
eða heldra húsinu, ef veizluhúsin voru tvö. Yar
borð þetta sett um húsið þvert og lítið eitt hærra,
en hin borðin, sem langsetis voru. Þar sátu brúð-
hjónin, presturinn og prestskonan í brúðkaupsveizl-