Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 241
“241
þá er sagðar voru sögur og þulin kvæði og þulur,
sem venjulegt var að gjöra í rökkrunum fyriryngri
kynslóðina, og er sannsagt, að eptir engu tóku börn
og unglingar betur; en mjög ætla jeg, að þetta hafi
stuðlað til að við halda hjátrú og margs konar skakkri
og úreltri skoðun á mannlífinu.
Þá má og telja til skemmtana tafl og spil. Yar
hvorutveggja tíðkað fyrir norðan á uppvaxtarárum
mínum, eigi að eins á helgum dögum, heldur og
sumstaðar á rúmhelgum á vetrum; töflin voru: ref-
skák, mylna, kotra og mannskák; refskákin var
unglingaleikfang og mylna einnig að mestu leyti.
Kotran var nokkuð almenn, en mannskákin þó
almennust, að jeg ætla, og urðu sumir allgóðir skák-
menn, og styttu sjer fullorðnir menn einkum stundir
með þessum tveim töflum. Spilin voru margs konar,
en það langalmennasta var alkortið; það er nú að
mestu horfið, að eins góðkunningi eldra fólksins, en
yngri kynslóðin vill ekki sjá það. Með því að út
lítur fyrir, að það muni gjörsamlega hverfa, þykir
mjer hlýða, að lýsa spili þessu, sem fyrir 40—50 ár-
um var ein aðalskemmtun á íslandi. í spilinu voru
fjórir menn, og úr spilunum teknar tíurnar og fimmin.
Tveir og tveir spiluðu saman. Hæstur var tígul-
kóngurinn, þá tvisturinn (hjartatvisturinn), þá fjark-
inn (laufafjarkinn), svo koma átturnar (spaðaáttan),
níurnar, hjarta- og tígulnían. Hjartanían var kölluð
feitu níurnar, en tígulnían hinar mögru; þá voru ás-
arnir, gosarnir og síðast ráku póstarnir (sexin) lest þeirra
spila, er slagur varð fenginn á. Sjöin voru kölluð
besefar, og fjekkst slagur fyrir hvern, en ekki mátti
slá þeim úti nema í forhönd, fyrr en slagur var feng-
inn. Níu spil voru gefin hverjum, en í stokknum
eða ógefin 8 spil. Ef aðrir hvorir spilararnir fengu
16