Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 243
243
áður sungið í veizlum, en lítið kunnu menn þá til
söngs, annað en að spila álangspil; nú spila margir
á harmóníku danslög, og víða kunna menn nú nokk-
uð í dansi, eigi að eins í kaupstöðum, heldur og upp
tilsveita, og breiðist dansinn óðum út. Ýmsir leikir
útlendir, er nefndir eru jólaleikir, fara og töluvert í
vöxt.
Söngþekking breiðist óðum út, og eru nú harm-
ónia allviða komin í kirkjur, og þeir fjölga stórum,
sem á harmoníum spila, og bætir þetta mjög kirkju-
sönginn. Kirkjurnar, sem áður voru úrtorfi ogvíða
ósjelegir kofar, eru nú einlægt byggðar skrautlegri
og skemmtilegri, málaðar snoturlega með fögrum
hvelfingum; en ekki eru þó kirkjur betur sóttar fyrir
það en áður var, nema miður til.
Förumenn.
Lítið þekkti jeg í uppvexti minum, hvernig til
gekk í sveitarstjórn, en það heyrði jeg sagt, að
hreppstjórinn og presturinn rjeðu öllu, og ekkiværi
til neins um að tala, þó ýmislegt færi á annan veg
í sveitarstjórn en bezt gegndi, og það höfðu menn
fyrir satt sumstaðar, að ekki mundu hreppstjórar
hafa halla á sveitarstjórninni. Um einn gamlan og
greindan hreppstjóra heyrði jeg það sagt, að hanu
hefði trúað kunningja sínum fyrir þvi, að það væri
óþarfur klaufaskapur, að vera hreppstjóri og geta
ekki haft upp úr því vel úti látið ómagaframfærið,
og margir þekkja það, sem Arni biskup Helgason
ljezt hvisla að hreppstjóranum sínum, en sagði þó
svo hátt, að allir viðstaddir heyrðu, þegar hrepp-
stjórinn einhverju sinni var að kvarta yfir hrepp-
stjórnarónæðinu: »þú værir fyrir löngu kominn á
sveitina, Ólaf'ur minn, ef þú hefðir ekki verið hrepp-
16*